Vilja skoða barkaígræðslumál betur

Ljósmynd frá barkaígræðslunni.
Ljósmynd frá barkaígræðslunni. Ljósmynd/Karolinska Institut

Ekki hef­ur verið ákveðið hvort haf­in verði rann­sókn á veg­um stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar alþing­is á aðkomu ís­lenskra stofn­ana eða starfs­manna þeirra að plast­barka­mál­inu svo­nefnda. Þetta seg­ir Birg­ir Ármanns­son, vara­formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Nefnd­in fundaði í morg­un og komu fyr­ir nefnd­ina full­trú­ar frá embætti land­lækn­is, siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands og Vís­indasiðanefnd. Birg­ir kaus að tjá sig ekki um af­stöðu hverr­ar stofn­un­ar sem nefnd­ar eru hér að fram­an en seg­ir gesti dags­ins og nefnd­ar­menn vera á einu máli um að skoða þurfi aðkomu ís­lenskra stofn­ana að mál­inu frek­ar.

„Nefnd­in er í miðri upp­lýs­inga­öfl­un. Við erum að fara yfir hvaða aðilar hafa komið að þess­um mál­um og hvaða upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir. Á meðan það er í miðju ferli get­um við ekki tekið af­stöðu til fram­halds­ins,“ seg­ir Birg­ir.

Birgir Ármannsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlistsnefndar.
Birg­ir Ármanns­son, vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lists­nefnd­ar. mbl.is/​Golli


Plast­barka­málið vís­ar til aðgerðar sem fram­kvæmd var árið 2011. Í henni var plast­barki baðaður stofn­frum­um grædd­ur í Erít­r­eu­mann­inn And­emariam T. Beyene sem var á þeim tíma bú­sett­ur á Íslandi í námi við Há­skóla Íslands og glímdi við ban­vænt krabba­mein í hálsi. Hann lést eft­ir aðgerðina.

Spurður hvort stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd tak­ist að ákveða hver næstu skref verða fyr­ir þinglok seg­ir Birg­ir ekki hægt að segja til um það. „Við ætl­um okk­ur að halda um­fjöll­un­inni áfram á meðan við erum að störf­um. Það er óvíst hvort niðurstaða verði kom­in fyr­ir kosn­ing­ar en við ætl­um okk­ur að fjalla um þetta mál á næstu fund­um okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert