636 fullorðnir bíða greiningar

Alls bíða 636 fullorðnir eftir greiningu á ADHD.
Alls bíða 636 fullorðnir eftir greiningu á ADHD. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá því að ADHD-teymi fyrir fullorðna var sett á laggirnar á Landspítalanum árið 2013 hafa 1.300 tilvísanir borist þangað og 350 einstaklingar á aldrinum 20 ára og eldri verið greindir með ADHD.

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir, sálfræðingur sem veitir teyminu forstöðu, segir að nú bíði 636 eftir að komast að í greiningu og að meðalbiðtími sé 23 mánuðir. Fólkið er á öllum aldri, flestir eru 20-40 ára og kynjahlutföll eru svipuð.

Flestir fá lyfjameðferð sem er niðurgreidd og að sögn Sigurlínar hafa margir ekki ráð á að sækja sér sálfræðimeðferð, þar sem hún er ekki niðurgreidd.

Þessi langi biðtími hefur m.a. orðið til þess að margir leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga eftir greiningu. Sigurlín segir að það hafi skapað vandamál, því mismunandi sé hvaða vinnulagi sé fylgt við slíkar greiningar og sumar þeirra því ekki viðurkenndar alls staðar. Dæmi séu um að fólk hafi greitt yfir 100 þúsund krónur fyrir ADHD-greiningu sem aðrir læknar hafi síðan ekki tekið gilda. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert