Íslendingar ekki þekktir fyrir girnilegan mat

Sviðakjammar eru líklega ekki girnilegir í augum gesta.
Sviðakjammar eru líklega ekki girnilegir í augum gesta. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ísland er þekkt fyrir hrífandi landslag, heitar náttúrulaugar og að vinna Englendinga í fótbolta á EM. En þeir eru ekki þekktir fyrir girnilegan mat. Að minnsta kosti ekki enn þá.

Þetta segir í frétt á vef CNN um sérkennilega matarmenningu okkar Íslendinga.

„En með fjölgun erlendra gesta gæti þetta breyst fljótlega,“ segir í greininni. „Í fortíðinni snerist þetta um skort á ræktanlegu landi á þessari eldfjallaeyju sem er á mörkum heimskautsins. En Íslendingar hafa ávallt verið úrræðagóðir og þó að sumt af þeirra þjóðlega mat gæti komið gestum spánskt fyrir sjónir er hann beinn hlekkur heimamanna við fortíð sína.“

Í greininni eru svo lesendur fræddir um tíu þjóðlega rétti Íslendinga. Á þeim lista er ekkert sem kemur á óvart. Við borðum svið, drekkum brennivín og gleypum hákarl.

Frétt CNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert