Íslendingar ekki þekktir fyrir girnilegan mat

Sviðakjammar eru líklega ekki girnilegir í augum gesta.
Sviðakjammar eru líklega ekki girnilegir í augum gesta. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ísland er þekkt fyr­ir hríf­andi lands­lag, heit­ar nátt­úru­laug­ar og að vinna Eng­lend­inga í fót­bolta á EM. En þeir eru ekki þekkt­ir fyr­ir girni­leg­an mat. Að minnsta kosti ekki enn þá.

Þetta seg­ir í frétt á vef CNN um sér­kenni­lega mat­ar­menn­ingu okk­ar Íslend­inga.

„En með fjölg­un er­lendra gesta gæti þetta breyst fljót­lega,“ seg­ir í grein­inni. „Í fortíðinni sner­ist þetta um skort á rækt­an­legu landi á þess­ari eld­fjalla­eyju sem er á mörk­um heim­skauts­ins. En Íslend­ing­ar hafa ávallt verið úrræðagóðir og þó að sumt af þeirra þjóðlega mat gæti komið gest­um spánskt fyr­ir sjón­ir er hann beinn hlekk­ur heima­manna við fortíð sína.“

Í grein­inni eru svo les­end­ur frædd­ir um tíu þjóðlega rétti Íslend­inga. Á þeim lista er ekk­ert sem kem­ur á óvart. Við borðum svið, drekk­um brenni­vín og gleyp­um há­karl.

Frétt CNN.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert