Sigmundur undrast æsinginn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, furðar sig á því hvers vegna sumir láti búvörusamningana, sem voru samþykktir á Alþingi í gær, fara í skapið á sér. Sigmundur segir þetta 13 milljarða króna í neytendastyrki sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins.

Þetta kemur fram í færslu sem Sigmundur hefur birt á Facebook.

„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum? 13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári.

Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta,“ skrifar Sigmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka