Hafa aðeins hálftíma til að forða sér

Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi …
Fjöldi af ferðamönn­um legg­ur leið sína að Sólheimajökli á degi hverj­um. Þessir ferðamenn hættu ekki við ferð sína þangað árið 2014 þrátt fyrir óvissuástand vegna hlaups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi ferðamanna get­ur verið í hættu vegna flóða og gasmeng­un­ar ef jök­ul­hlaup verður í Sól­heima­jökli, en hann er einn af tveim­ur vin­sæl­ustu skriðjökl­um lands­ins sem ferðamenn skoða, auk þess sem marg­ir ganga upp á jök­ul­inn sjálf­an. Miðað við taln­ing­ar síðustu tvö ár má gera ráð fyr­ir að um 1.000 manns komi þar dag­lega yfir sum­ar­tím­ann, en aðeins tek­ur um hálf­tíma fyr­ir vatn að koma und­an jökl­in­um frá því að upp­tök eld­goss eða jarðhrær­inga hefjast und­ir jökl­in­um.

Vit­und­ar­vakn­ing hef­ur átt sér stað meðal ferðaþjón­ustuaðila sem selja í ferðir á svæðið, en fyr­ir ferðamenn sem koma á eig­in veg­um og ferðaþjón­ust­ur sem ekki hafa kynnt sér hætt­urn­ar geta hlaup verið sér­stak­lega hættu­leg. Þetta seg­ir land­fræðing­ur­inn Bald­ur Bergs­son sem skrifaði MS-rit­gerð um aukna hættu sem steðja að vax­andi fjölda ferðamanna við Sól­heima­jök­ul vegna flóða.

Kom að sof­andi fólki í bíl í síðasta jök­ul­hlaupi

Bald­ur hef­ur und­an­far­in fjög­ur ár starfað hjá Veður­stofu Íslands og var árið 2014 send­ur ásamt verðandi leiðbein­anda sín­um við MS-rit­gerðina að jök­ulánni á Sól­heimas­andi til að mæla gasmeng­un eft­ir að fregn­ir bár­ust um jarðvarma­lykt á svæðinu.

Niður­stöður mæl­ing­anna voru að 10-11 sinn­um hærri styrk­ur var á magni brenni­steinsvetn­is á svæðinu en tal­inn er eðli­leg­ur í 15 mín­út­ur í senn fyr­ir mann­eskju. Þenn­an ákveðna dag var veður með leiðin­legra móti að sögn Bald­urs, rign­ing og frek­ar kalt, en samt voru 10-15 bíl­ar á bíla­stæðinu eft­ir að al­manna­varn­ir höfðu látið vita af hættu á svæðinu. Stærri ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki höfðu meðal ann­ars hætt við ferðir sín­ar þenn­an dag, en að sögn Bald­urs voru þarna nokkr­ir tug­ir ferðamanna á eig­in veg­um.

Baldur Bergsson að störfum við Fúlukvísl árið 2014 þegar hlaupið …
Bald­ur Bergs­son að störf­um við Fúlu­kvísl árið 2014 þegar hlaupið stóð yfir. Mynd/​Njáll Fann­ar Reyn­is­son

„Sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu

Um kvöldið þegar þau komu til baka úr mæl­ing­ar­leiðangr­in­um á jökl­in­um seg­ir Bald­ur að þau hafi meðal ann­ars komið að fólki sem var sof­andi í bíl á bíla­stæðinu við jök­ul­inn, en að hans sögn er það bæði inn­an hættu­marka vegna flóðs og gasmeng­un­ar.  

Seg­ir hann þetta hafa verið grunn­ur­inn að því að hann fékk áhuga á að skoða þetta mál bet­ur sem endaði með MS-rit­gerð. „Ég sá hvað vantaði mikið upp á á svæðinu svo þetta væri ásætt­an­legt. Þetta er auðvitað staður sem mun alltaf vera hættu­leg­ur, en það vantaði svo margt,“ seg­ir Bald­ur.

1.000 ferðamenn á dag yfir sum­arið

Á ár­un­um 2009 til 2016 seg­ir Bald­ur að fjór­um sinn­um hafi komið hlaup úr Sól­heima­jökli. Þau hafi reynd­ar í öll skipt­in verið held­ur lít­il en þeim þó fylgt nokk­ur gasmeng­un. Góð gögn af svæðinu vanti lengra aft­ur í tím­ann, en hann nefn­ir að árið 1999 hafi t.a.m. komið stórt hlaup á svæðinu og að eng­in ástæða sé að ætla annað en að það muni ger­ast í framtíðinni aft­ur. Þá muni minni hlaup­in alltaf valda gasmeng­un­ar­hættu.

Sam­kvæmt mati fjög­urra stærstu ferðaþjón­ustuaðil­anna sem fara í ferðir á jök­ul­inn má áætla að um 400 manns frá þeim fari dag­lega á jök­ul­inn. Í rit­gerð Bald­urs seg­ir aft­ur á móti að miðað við taln­ing­ar síðustu tvö ár megi gera ráð fyr­ir að allt að 30.000 manns komi á jök­ul­inn á mánuði yfir sum­ar­tím­ann. Það ger­ir um 1.000 manns á dag og er því ljóst að stærst­ur hluti gesta kem­ur á eig­in veg­um eða með minni ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Baldur Bergsson segir að um 1.000 manns komi að jöklinum …
Bald­ur Bergs­son seg­ir að um 1.000 manns komi að jökl­in­um að meðaltali á degi hverj­um yfir sum­ar­mánuðina.

Aðeins 30-40 mín­útna viðbragðstími

Upp­tök vatns­væðis jök­ulár­inn­ar nær inn á jarðhita­kerfi Kötlu og seg­ir Bald­ur að þegar hlaup verði teng­ist það þess­um svæðum sem séu eins og hvera­svæði und­ir jökli. Tals­verð vinna hef­ur farið í að meta og gera ráðstaf­an­ir vegna mögu­legra flóða í Markarfljóti og úr Múla­kvísl, en minna hef­ur verið gert í tengsl­um við jök­ulsána úr Sól­heima­jökli, sem hef­ur stund­um verið kölluð Fúla­kvísl.

Bald­ur seg­ir að til sé viðbragðsáætl­un fyr­ir svæðið, en að gall­inn sé að það nái aðallega til heima­manna. „Þarna erum við aft­ur á móti að díla við svaka­leg­an fjölda fólks sem er á jökl­in­um sjálf­um,“ seg­ir hann. Ef til eld­goss kem­ur tek­ur að sögn Bald­urs ekki nema um 30-40 mín­út­ur fyr­ir vatnið að koma frá upp­tök­um elds­um­brota að svæðinu þar sem ferðamenn­irn­ir eru á.

Vatnið gæti brotið sér leið upp í gegn­um jök­ul­inn

Seg­ir hann að vatn fari alltaf ein­föld­ustu leið niður og þar sem jök­ull­inn er þynnst­ur geti vatnið í flóði jafn­vel brotið sér leið upp í gegn­um jök­ul­inn. Í rit­gerð sinni vís­ar Bald­ur í mynd sem feng­in er að láni úr rit­gerð Magnús­ar Tuma Guðmunds­son­ar jarðfræðings um svæðið og sést þar að göngu­leiðin við ár­far­veg­inn og jafn­vel bíla­stæðin geta verið í mik­illi flóðahættu ef hlaup af stærðinni 2.000 til 10.000 rúm­metr­ar á sek­úndu kem­ur und­an jökl­in­um. Und­an­far­in ár hafa flóðin verið minni, en Bald­ur seg­ir að þau geti hæg­lega verið tals­vert stærri. Til viðbót­ar við þetta komi gasmeng­un sem geti reynst hættu­lega tals­vert út frá ár­far­veg­in­um, jafn­vel nokk­ur hundruð metra.

Gasmeng­un lýs­ir sér fyrst í að fólki fer að líða illa og verður óglatt, en við hærri styrk get­ur því farið að svíða í aug­un og jafn­vel hlotið var­an­leg­an augnskaða að sögn Bald­urs. Við hærri styrk get­ur þef­skyn lam­ast sem veld­ur því að viðkom­andi hætt­ir að finna gas­lykt­ina. Þá geta ein­kenni lýst sér í kæru­leysi og að lok­um leitt til dauða.

Skynj­ar breyt­ing­ar hjá ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um

Bald­ur seg­ir að strax eft­ir að hann fór að vinna að rit­gerðinni og birti hana hafi helstu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á svæðinu orðið meira vak­andi fyr­ir hætt­unni á svæðinu og strax gert breyt­ing­ar. Nefn­ir hann sér­stak­lega fyr­ir­tækið Arcan­um sem sé til eft­ir­breytni varðandi ör­ygg­is­mál. „Ef all­ir væru á sama stað og þeir varðandi ör­ygg­is­mál væri vanda­málið mun minna,“ seg­ir hann og bend­ir á að fyr­ir­tækið hafi sett upp ákveðin ör­ugg svæði sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eigi að leita á með ferðamenn komi upp hættu­leg­ar aðstæður.

Sólheimajökull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flestir …
Sól­heima­jök­ull er einn tveggja skriðjökla hér á landi sem flest­ir ferðamenn sækja í ferðir á.

Í dag er op­in­ber rým­ingaráætl­un fyr­ir svæðið byggð að miklu leyti á því að all­ir sem þar eru fái sms með viðvör­un. Það sé svo þeirra reyna eft­ir bestu getu að rýma jök­ul­inn án þess að leggja sjálfa sig í hættu.

Hættu­legt eins og mörg önn­ur svæði, en hvað á að gera?

Bald­ur bend­ir á að eins og mörg önn­ur svæði á Íslandi sé svæðið hættu­legt í viss­um aðstæðum og það séu mjög skipt­ar skoðanir hvernig eigi að bregðast við því. Hvort leyfa eigi fólki að skoða nátt­úr­una eða setja boð og bönn. Nefn­ir hann í því sam­hengi að í Síle hafi yf­ir­völd á nokkr­um stöðum bannað för upp á nokk­ur eld­fjöll nema í för með leiðsögu­fólki.

Seg­ist Bald­ur ekki hafa neina töfra­lausn á því hvernig best sé að haga mál­um á þessu svæði, en bend­ir þó á að ein ein­fald­asta aðgerðin til að draga mikið úr áhættu væri að loka nyrðra bíla­stæðinu, en það er nær jökl­in­um, en að sama skapi á mun hættu­legri stað ef eitt­hvað kem­ur upp á. Þá hætti fólki sem þar leggi mun frek­ar til að ganga upp og niður að jökl­in­um í ár­far­veg­in­um frá því bíla­stæði meðan leiðsögu­menn fari ofar í lands­lagið með hópa frá neðra bíla­stæðinu. Seg­ir Bald­ur að ef fólk sé statt á jökl­in­um þegar hlaup hefj­ist og ákveði að fara ár­far­veg­inn til baka taki það fólkið jafn­vel lengri tíma að kom­ast á ör­ugg­an stað en að  hlaupið komi und­an jökl­in­um.

Í niður­stöðum skýrsl­unn­ar legg­ur Bald­ur einnig til að bæta eft­ir­lit við jök­ulána. Þar séu nú eng­ir gasmæl­ar sem mæli í raun­tíma og því sé erfiðara en ella fyr­ir Veður­stof­una að fylgj­ast með hættu í kring­um jök­ul­hlaup­in þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka