Ætlar ekki að mæta í „sýndarréttarhöld“

Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi formaður samninganefndar íslenska ríkisins í …
Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi formaður samninganefndar íslenska ríkisins í samningaviðræðum við skilanefndir föllnu bankanna Heiðar Kristjánsson

Þor­steinn Þor­steins­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi formaður samn­inga­nefnd­ar ís­lenska rík­is­ins í samn­ingaviðræðum við skila­nefnd­ir föllnu bank­ana, seg­ir að í skýrslu fjár­laga­nefnd­ar um end­ur­reisn banka­kerf­is­ins sé með „niðrandi um­mæl­um vegið al­var­lega að starfs­heiðri“ sín­um.  Seg­ir hann um­mæli í skýrsl­unni að sínu mati vera at­vinnuróg, meiðyrði og sví­v­irðing­ar. Þetta kem­ur fram í bréfi sem hann sendi á fjár­laga­nefnd og for­seta Alþing­is og mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, en sagt var frá mál­inu í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Allt gekk eft­ir sem lagt var upp með

Þor­steinn var í fe­brú­ar árið 2009 kallaður til verk­efna í fjár­málaráðuneyt­inu þar sem hon­um var falið að leiða viðræður rík­is­ins við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Seg­ir hann í bréf­inu að þeir sem hafi unnið að end­ur­reisn viðskipta­bank­anna hafi lagt nótt við nýt­an dag við að koma upp traustu banka­kerfi sem gæti tekið til við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu at­vinnu­lífs­ins og heim­ila. Þá hafi verið lögð áhersla að verja hag rík­is­sjóðs í þess­ari vinnu.

„Allt sem lagt var upp með gekk eft­ir, bæði hvað varðar styrk fjár­mála­kerf­is­ins og getu þess til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag fyr­ir­tækja og heim­ila og enn­frem­ur fjár­hag rík­is­sjóðs. Því sæt­ir það nokk­urri furðu að nú, sjö árum síðar, komi fram aðilar sem telja að allt hafi þetta verið illa gert og að mestu und­ir­lægju­hátt­ur við er­lenda kröfu­hafa,“ seg­ir í bréf­inu.

Op­inn fund­ur nefnd­ar­inn­ar „ein­hvers­kon­ar sýnd­ar­rétt­ar­höld“

Þá vís­ar hann til um­mæla Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, for­manns fjár­laga­nefnd­ar, í fjöl­miðlum eft­ir út­gáfu skýrsl­unn­ar og seg­ir hann að ráða megi af þeim að næstu skref yrðu „annaðhvort að kalla aðila máls­ins, sem túlka má sem einskon­ar sak­born­inga, á fund nefnd­ar­inn­ar sem væri þá op­inn fjöl­miðlum eða þá að fá óháða aðila til að leggja mat á málið.“

Seg­ir Þor­steinn að í þessu sam­bandi vilji hann taka fram að eins og meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hafi lagt upp með megi telja að slík­ur fund­ur verði „ekki annað en ein­hvers­kon­ar sýnd­ar­rétt­ar­höld“ sem hann telji sér ekki skylt að mæta til. Hins veg­ar sé hon­um ljúft að fara yfir málið með óháðum er­lend­um aðilum, eins og nefnt hef­ur verið. Þor­steinn tek­ur þó fram að aðili ráðinn af meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar sé ekki óháður í hans huga.

 Þá bend­ir Þor­steinn einnig á að ekki hafi verið leitað til hans né bor­in nein efn­is­leg atriði „hinn­ar svo­kölluðu skýrslu“ und­ir hann.

Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna sem þau létu …
Guðlaug­ur Þór og Vig­dís Hauks­dótt­ir kynntu skýrsl­una sem þau létu gera fyr­ir blaðamönn­um í vik­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fleiri gagn­rýnt skýrsl­una

Í gær var sagt frá því að Jó­hann­es Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður sem kom að samn­ing­um við er­lenda kröfu­hafa föllnu bank­anna, telji ávirðing­ar í skýrsl­unni vera sví­v­irðileg­ar og jaðri við landráðsásök­un­um. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, birti einnig í gær póst á Face­book þar sem hann sagðist biðjast vel­v­irðing­ar á því orðalagi sem hefði verið notað í skýrsl­unni. Þar væru gild­is­hlaðin orð sem gætu valdið mis­skiln­ingi. Sagði hann að orðalagið yrði end­ur­skoðað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert