40 rósum var varpað í sjóinn í Straumfirði á Mýrum við athöfn í gær, en þessa dagana er þess minnst að 80 ár eru liðin frá því að franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst þar úti fyrir. Rósirnar eru til að minnast þeirra 40 skipverja sem fórust með skipinu, en þar á meðal var leiðangursstjórinn, Jean-Baptiste Charcot.
Einn maður komst lífs af.
Við athöfnina voru afkomendur Charcots, þar á meðal barnabarn hans, Ann-Marie Vallin-Charcot, skipverjar af nýja franska rannsóknarskipinu Pourquoi Pas? og félagar í Björgunarfélagi Akraness.
Frétt mbl.is: Síðasta myndin af Pourquoi Pas?