Forstjórinn biðjist afsökunar

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur að Finnur Árnason, forstjóri Haga, eigi að biðja bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en rætt var við ráðherrann í réttum í Hrunamannahreppi.

Forsætisráðherra sagði að þeir sem berðust gegn öflugum íslenskum landbúnaði og töluðu fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir og sjá íslenska sveitamenningu í blóma. Þá yrði umræðan örugglega nokkuð öðruvísi en undanfarnar vikur. Finnur líkti nýlögfestum búvörusamningum við ríkisstyrkt dýraníð í Facebook-færslu á dögunum. Sigurður Ingi sagðist ekki eiga orð vegna yfirlýsinga sem Finnur hefði látið falla.

„Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða. Þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert