„Í flestum okkar stærri bílum eru salerni. Reglan er að í lengri ferðum sé það skilyrði en í styttri ferðum þar sem við erum að stoppa á 30 - 50 mínútna fresti erum við ekki endilega með salerni í rútunum okkar,“ segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf.
Frétt mbl.is: Bættu við gámi með salernum
Talsvert hefur verið til umfjöllunar salernisaðstaða fyrir ferðamenn og í Morgunblaðinu kom fram í vikunni að ansi margir þjónustuaðilar á landinu séu farnir að finna fyrir auknum kostnaði hvað salernisaðstöðu varðar. Kostnaður veitingastaða við vinsæla ferðamannastaði við þrif og kaup á nauðsynlegum rekstrarvörum vegna reksturs salerna hefur aukist verulega á síðustu árum. Þannig hefur kostnaður hjá N1 aukist á bilinu 10-30% frá síðasta ári. Þó má benda á að tekjur veitingastaðanna aukast verulega vegna fjölgunar gesta, en kostnaður einnig.
„Við erum til dæmis ekki með salerni í flugrútunni,“ segir Einar. „Það er það stutt ferð. Í lengri dagsferðum okkar þá höfum við salerni í rútunum.