Salernisaðstaðan að batna í rútunum

„Í flest­um okk­ar stærri bíl­um eru sal­erni. Regl­an er að í lengri ferðum sé það skil­yrði en í styttri ferðum þar sem við erum að stoppa á 30 - 50 mín­útna fresti erum við ekki endi­lega með sal­erni í rút­un­um okk­ar,“ seg­ir Ein­ar Bárðar­son, rekstr­ar­stjóri Reykja­vík Excursi­ons, ferðaskrif­stofu Kynn­is­ferða ehf.

Frétt mbl.is: Bættu við gámi með sal­ern­um

Tals­vert hef­ur verið til um­fjöll­un­ar sal­ern­isaðstaða fyr­ir ferðamenn og í Morg­un­blaðinu kom fram í vik­unni að ansi marg­ir þjón­ustuaðilar á land­inu séu farn­ir að finna fyr­ir aukn­um kostnaði hvað sal­ern­isaðstöðu varðar. Kostnaður veit­ingastaða við vin­sæla ferðamannastaði við þrif og kaup á nauðsyn­leg­um rekstr­ar­vör­um vegna rekst­urs sal­erna hef­ur auk­ist veru­lega á síðustu árum. Þannig hef­ur kostnaður hjá N1 auk­ist á bil­inu 10-30% frá síðasta ári. Þó má benda á að tekj­ur veit­ingastaðanna aukast veru­lega vegna fjölg­un­ar gesta, en kostnaður einnig.

„Við erum til dæm­is ekki með sal­erni í flugrút­unni,“ seg­ir Ein­ar. „Það er það stutt ferð. Í lengri dags­ferðum okk­ar þá höf­um við sal­erni í rút­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert