8 manna fjölskyldan á leið til landsins

Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Íslands í janúar. Átta manna …
Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Íslands í janúar. Átta manna fjölskylda bætist í hópi sýrlensku flóttamannanna hér á landi á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Von er á átta manna sýr­lenskri flótta­manna­fjöl­skyldu til lands­ins á næstu dögum, sem mun setjast að í Hafnarfirði. Að sögn Árdís­ar Ármanns­dótt­ur, sam­skipta­stjóra Hafn­ar­fjarðarbæj­ar, stóð til að fjöl­skyldan kæmi með hópn­um sem kom til lands­ins í apríl, en för henn­ar var frestað.

„Yngsti fjölskyldumeðlimurinn fæddist í lok síðasta árs og konan treysti sér ekki í langferð með svo ungt barn,“ segir hún.

Von á 8 manna fjölskyldu í ágúst

Fjölskyldan er að koma úr flóttamannabúðum í Líbanon og samanstendur af hjónum með sex börn – fjórar stelpur og tvo stráka – sem eru frá því að vera á fyrsta aldursári og upp í það fjórtánda.

Hafn­ar­fjarðarbær aug­lýsti nú í sum­ar eft­ir að taka hús­næði á leigu fyr­ir fjöl­skyld­una og er hún nú komin með íbúð í Hafnarfirði, sem bíður þeirra við komuna til landsins.

Ellefu sýr­lenskir flótta­menn, eða þrjár fjölskyldur, hafa verið búsettir í Hafnar­f­irði frá því í apríl og segir Árdís þeim hafa gengið vel að aðlag­ast sam­fé­lag­inu frá komu sinni til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert