Jörð skalf á Hengilssvæðinu

Skjáskot af vef Veðurstofunni

Jarðskjálfti af stærð 3,1 mældist á Hengilssvæðinu um klukkan átta í morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að jarðskjálftahrina standi nú yfir á svæðinu. Skjálftinn fannst í Hveragerði.

Mælakerfi Veðurstofunnar mældi um 450 jarðskjálfta í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 og var hann innan Kötluöskjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert