Skjálfti upp á 3,6 stig

Af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð við Hús­múla á Hell­is­heiði klukk­an 22:29 í gær­kvöldi. Til­kynn­ing­ar hafa borist um að hann hafi fund­ist í Hvera­gerði, Mos­fells­bæ og Kópa­vogi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

Ann­ar sem var 3,0 að stærð varð á sömu slóðum kl. 22:49. Nokkr­ir smærri skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið. Und­an­farna daga hef­ur verið skjálfta­hrina á þess­um slóðum og eru þetta stærstu skjálft­arn­ir í hrin­unni hingað til.

Jarðskjálfti af stærð 3,8 varð í suðaust­an­verðri Bárðarbungu kl. 20:42 í gær­kvöld. Ann­ar smærri fylgdi í kjöl­farið. Kl. 22:03 varð ann­ar skjálfti 3,7 að stærð á svipuðum slóðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert