Vill ákvæði um valdaframsal

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Löngu tíma­bært er að setja ákvæði í stjórn­ar­skrána um heim­ild til framsals á rík­is­valdi að því gefnu að framsalið njóti stuðnings auk­ins meiri­hluta þing­manna.

Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, í minni­hluta­áliti sínu í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is um þings­álykt­un sem til meðferðar er í þing­inu um að Ísland gang­ist und­ir evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Frétt mbl.is: Stenst ekki stjórn­ar­skrána

Katrín vís­ar til Nor­egs þar sem slíkt ákvæði sé til staðar. Það hafi verið litið svo á þar í landi að ákvæðið ætti við um þá ákvörðun að Nor­eg­ur skyldi gang­ast und­ir evr­ópska fjár­mála­eft­ir­litið sem verður að form­inu til í hönd­um Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA).

Hún benti á að stjórn­ar­skrár­nefnd, sem starfað hafi á kjör­tíma­bil­inu, hefði fjallað um málið en stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu hins veg­ar lagst gegn því að slíkt ákvæði yrði sett í stjórn­ar­skrána.

Frétt mbl.is: Skipt­ar skoðanir um full­veld­is­framsal

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka