Íslenskri stúlku nauðgað í Danmörku

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fimmtán ára gam­alli ís­lenskri stúlku var nauðgað í bíl­skúr í Volls­mose-hverf­inu í Óðinsvél­um í júlí í fyrra. Tveir ung­ir menn, 15 ára og 20 ára, voru í gær fundn­ir sek­ir um nauðgun­ina en refs­ing­in verður kveðin upp í mál­inu í októ­ber. Press­an greindi frá þessu í morg­un en fjallað er um málið í Dagens í gær. 

Í Dagens kem­ur fram að framb­urður stúlk­unn­ar sé afar trú­verðugur og grein­argóður, annað en það sem segja má um þá ákærðu, seg­ir dóm­ar­inn í héraðsdómi í Óðinsvé­um í gær.

Ungu menn­irn­ir neituðu báðir sök og sögðu báðir fyr­ir dómi að hún hefði haft mök við þá og þann þriðja að eig­in vilja þann 9. júlí í fyrra.

Stúlk­an var gest­kom­andi á heim­ili ætt­ingja og hafði skömmu áður farið út til þess að kaupa síga­rett­ur. Þar hafði hún spjallað við menn­ina tvo. Þeir fóru með hana í bíl­skúr­inn og sögðu að þeir létu hana fá pakka af síga­rett­um þar. Tví­menn­ing­arn­ir hringdu í fé­laga sinn og sögðu hon­um að kaupa síga­rett­ur, síðan stæðu hon­um kyn­mök til boða. Stúlk­an skildi ekki sam­talið þar sem það fór fram á dönsku.

Fram kom í máli stúlk­unn­ar fyr­ir rétti að í bíl­skúrn­um hefði hún verið neydd til munn­maka og annarra maka við 15 ára gamla pilt­inn. Sá tví­tugi lýsti upp bíl­skúr­inn með vasa­ljósi í farsíma sín­um svo pilt­ur­inn sæi hvað hann væri að gera þegar hann beitti stúlk­una kyn­ferðis­legu of­beldi. Sam­kvæmt frétt Dagens sparkaði stúlk­an ít­rekað í of­beld­is­mann­inn og sagði nei á meðan of­beldið stóð yfir.

Beðið er niður­stöðu geðrann­sókn­ar yfir yngri mann­in­um, en hann var sýknaður af nauðgun á 17 ára gam­alli stúlku í Óðinsvé­um í nóv­em­ber í fyrra. Þar þótti framb­urður stúlk­unn­ar ekki nægj­an­lega skýr svo hægt væri að sak­fella hann fyr­ir nauðgun.

Refs­ing yfir mönn­un­um tveim­ur verður kveðin upp 13. októ­ber.

Dagens

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert