Óánægja með skipulagskvaðir

Lóðirnar í Skarðshlíð eru í skjóli Ásfjalls.
Lóðirnar í Skarðshlíð eru í skjóli Ásfjalls. mbl.is/RAX

Tilboð voru opnuð í fjölbýlishúsalóðir í 1. áfanga Skarðshlíðar á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Sjö byggingarfyrirtæki gerðu tilboð í eina eða fleiri lóðir.

Svæðið sem um ræðir er um 30 hektarar og er sunnan og vestan í Ásfjalli. Um var að ræða sex lóðir fyrir 18 fjölbýlishús, 3-5 hæða, með alls 167 íbúðum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Ágúst Pétursson, formaður Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH), telja að skipulagskvaðir fyrir þessar lóðir séu þannig að íbúðirnar verði óhjákvæmilega dýrari en þær hefðu getað orðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka