Ráðuneytisstjórinn á samúð Össurar

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „gott að vita af því …
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „gott að vita af því að kansellíin búa enn yfir mönnum sem í rennur blóð." mbl.is/Eggert Jóhannesson

Össur Skarp­héðins­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lýs­ir því yfir í færslu á Face­book síðu sinni nú í kvöld að Guðmund­ur Árna­son, ráðuneyt­is­stjóri í fjár­málaráðuneyt­inu eigi samúð sína alla.

Pist­il sinn nefn­ir Össur „Ævareiður ráðuneyt­is­stjóri og Har­ald­ur hug­um­stóri“, en Guðmund­ur steig fram nú í kvöld og kvaðst lík­lega vera emb­ætt­ismaður­inn sem þing­menn meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is segi að hafi hótað þeim æru- og eignam­issi vegna gerðar skýrslu um end­ur­reisn banka­kerf­is­ins og af­hend­ingu bank­anna til er­lendra kröfu­hafa á síðasta kjör­tíma­bili.

Frétt mbl.is: Tel­ur sig vera emb­ætt­is­mann­inn 

„Það er ekk­ert að því þó emb­ætt­ismaður, sem hef­ur verið ærumeidd­ur og sví­virt­ur með því að brigsla hon­um um verknað sem stapp­ar landráðum næst hringi í þann sem svo gerði og messi yfir hausa­mót­un­um á hon­um,“ seg­ir Össur í pistli sín­um.

„Það gerði Guðmund­ur Árna­son, ráðuneyt­is­stjóri. Hann hringdi í Har­ald Bene­dikts­son, fjár­laga­nefnd­ar­mann, sem var einn af ábyrgðarmönn­um al­ræmdr­ar „skýrslu“ – sem hinn dreng­lyndi for­seti Alþing­is sór af þing­inu - og lét hann að ís­lensk­um hætti finna til tevatns­ins.“

Össur seg­ir því næst „gott að vita af því að kan­sellí­in búa enn yfir mönn­um sem í renn­ur blóð. Hinn æv­areiði ráðuneyt­is­stjóri hef­ur alla mína samúð. Ég vona samt að hann hringi ekki í mig!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert