Þurfa að breyta umhverfi fjölmiðla

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. mbl.is/Styrmir Kári

Ef vilji er til að halda uppi frjálsri og gagn­rýn­inni þjóðfé­lagsum­ræðu þarf eitt­hvað að breyt­ast í rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi, að mati Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans. Hann tel­ur þörf á ein­hvers kon­ar aðgerðum rík­is­ins og fagn­ar því að stjórn­mála­menn séu farn­ir að sýna því áhuga.

Sér­stök umræða um stöðu fjöl­miðla fór fram á Alþingi í gær, í annað skiptið á skömm­um tíma. Þar sagði Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, að bæta þurfi rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi. Hluti af lausn­inni væri fólg­inn í virðis­auka­skatti sem fjöl­miðlar greiða nú. Þá þurfi að upp­færa reglu­verk um fjöl­miðla til að end­ur­spegla tækninýj­ung­ar sem hafa komið fram.

Frétt mbl.is: Vill bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla

Þórður Snær hef­ur verið rit­stjóri Kjarn­ans frá því að hon­um var hleypt af stokk­un­um árið 2013 en eins og aðrir fjöl­miðlar á Íslandi hef­ur þessi litli vef­miðill þurft að berj­ast grimmt til að halda sér á floti.

„All­ir einka­rekn­ir fjöl­miðlar, nán­ast án und­an­tekn­inga, eru rekn­ir í tapi eða með mik­illi skuld­setn­ingu. Ef það er vilji til að halda uppi frjálsri, gagn­rýn­inni og mik­il­vægri þjóðfé­lagsum­ræðu þá þarf eitt­hvað að breyt­ast í þessu um­hverfi. Ég held að það þurfi ein­hvers kon­ar aðkomu rík­is­ins að því,“ seg­ir rit­stjór­inn.

Ekki eins og önn­ur at­vinnu­starf­semi

Marg­ir fjöl­miðlar eru í vand­ræðum vegna mik­ill­ar skuld­setn­ing­ar, að sögn Þórðar Snæs, en aðrir vegna þess að markaður­inn sé ein­fald­lega að breyt­ast hratt. Áskrift­armód­elið sé hætt að standa und­ir sér og aug­lýs­inga­markaður­inn sé að breyt­ast þannig að meira renni til er­lendra aðila eins og Face­book, Google og Youtu­be.

„Á sama tíma eru all­ir að reyna að aðlaga sig að þess­um breyt­ing­um og reyna að finna nýj­ar leiðir til þess að láta hlut­ina ganga upp. Í slíku ár­ferði er nátt­úru­lega erfitt að afla nægi­lega mik­ils rekstr­ar­fjár til að standa und­ir þessu öllu,“ seg­ir Þórður Snær.

Ýmsar leiðir hafa verið nefnd­ar til að létta fjöl­miðlum róður­inn, þar á meðal breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti, mögu­leg­ar aðrar skattaí­viln­an­ir og jafn­vel ein­hvers kon­ar styrkja­kerfi. Þórður Snær seg­ir að öll­um þess­um leiðum hafi verið beitt á Norður­lönd­un­um og fullt til­efni sé til að skoða þær hér.

Merki vefmiðilsins Kjarnans sem hóf göngu sína árið 2013.
Merki vef­miðils­ins Kjarn­ans sem hóf göngu sína árið 2013.

Þá seg­ir hann að breyt­ing­ar á starf­semi Rík­is­út­varps­ins gætu hjálpað til, sér­stak­lega breyt­ing­ar á veru þess á aug­lýs­inga­markaði. Hann legg­ur þó áherslu á að slíkri aðgerð þyrfti að fylgja ít­ar­leg út­tekt á hvaða áhrif það hefði á sam­keppn­is­um­hverfið svo all­ur hag­ur­inn endaði ekki hjá einu eða tveim­ur fjöl­miðlafyr­ir­tækj­um. Ekki hafi verið gerð nein al­menni­leg út­tekt sam­keppn­is­yf­ir­valda á fjöl­miðlamarkaðinum árum sam­an en á meðan hafi fjöl­miðlar breyst mikið með tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ingu.

Þórður Snær fagn­ar því að mál­efni fjöl­miðla hafi verið til umræðu á þingi en lýs­ir þó áhyggj­um af því að sum­ir þing­menn hafi talað af því sem virt­ist vanþekk­ing á eðli fjöl­miðla­starf­semi.

„Mér fannst það til dæm­is birt­ast í því að það kom fram í ræðustól að fjöl­miðla­starf­semi var sett sam­hliða ann­arri at­vinnu­starf­semi. Hún er það ekki. Það er viður­kennt í flest­um sam­fé­lög­um að hún sé svo mik­il­væg að hún lúti öðrum lög­mál­um. Það sé nauðsyn­legt að það séu frjáls­ir og gagn­rýn­ir fjöl­miðlar til að veita stjórn­völd­um aðhald og stuðla að vit­rænni umræðu,“ seg­ir hann.

Lækk­un op­in­berra gjalda breytti miklu

Sjálf­ur tel­ur Þórður Snær að ein­hvers kon­ar skatta­afslætt­ir eða jafn­vel niður­fell­ing myndi hjálpa fjöl­miðlum mikið.

„Það þarf svo lítið til. Ég tala nú bara fyr­ir mig sem er að reka lítið fjöl­miðlafyr­ir­tæki að ef við mynd­um minnka það sem við greiðum í op­in­ber gjöld þá myndi það hjálpa okk­ar rekstri mjög mikið,“ seg­ir hann.

Þá tel­ur hann vel mega skoða ein­hvers kon­ar styrkja­kerfi fyr­ir fjöl­miðla sem eru með raun­veru­lega starf­semi að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

„Ég er auðvitað hrædd­ur við slíkt kerfi því það væri af­leit staða ef stjórn­mála­menn gætu látið vend­ing­ar umræðu hvers tíma stýra því hvert slík­ir styrk­ir myndu fara. Það þyrfti að vera vel um alla hnúta búið þannig að þetta yrði ekki háð duttl­ung­um þeirra sem fara með valdið hverju sinni,“ seg­ir Þórður Snær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert