Forsetinn hefur staðfest búvörulög

Guðni Th. Jóhannesson hefur staðfest búvörulögin.
Guðni Th. Jóhannesson hefur staðfest búvörulögin. Freyja Gylfa

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur staðfest búvörulögin með undirskrift sinni og þar með nýjan búvörusamning.

Þetta fékk Morgunblaðið staðfest í forsætisráðuneytinu í gær, að því er fram kemur í blaðinu í dag. Búvörulögin voru samþykkt á Alþingi 13. september sl. með 19 atkvæðum. Búvörusamningarnir, sem lögin byggjast á, eru til tíu ára en gert er ráð fyrir endurskoðun þeirra árin 2019 og 2023. Samningarnir taka gildi 1. janúar 2017.

Efnt var til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem skorað var á forsetann að synja nýsamþykktum lögum um búvörusamninga undirritunar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Töldu aðstandendur söfnunarinnar „að það sé með öllu ótækt að binda hendur þings og þjóðar næstu 10 árin með slíkum samningi“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert