Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði er lítil og einkum og sér í lagi áfengisneysla. Samkvæmt niðurstöðu ESPAD-rannsóknarinnar höfðu 48% ungmenna neytt áfengis síðustu 30 daga. En á Íslandi var hlutfallið aðeins 9%.
Evrópska vímuefnarannsóknin European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) er samvinnuverkefni fræðimanna í rúmlega fjörutíu Evrópulöndum. Meginmarkmið ESPAD rannsóknarinnar er að safna haldbærum samanburðargögnum um breytingar yfir tíma í vímuefnaneyslu evrópskra unglinga. Rannsóknin hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1995 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi.
Rannsóknin er unnin að tilstuðlan Evrópuráðsins og forvarnarmiðstöðvar Evrópusambandsins.
Í gær birtust niðurstöður ESPAD rannsóknarinnar á vímuefnanotkun 15 og 16 ára ungmenna í fyrra. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og virðist sem íslensk ungmenni séu sér á báti hvað varðar áfengis- og vímuefnanotkun. Sem og reykingar.
Að meðaltali hafði meirihluti ungmenna ekki reykt (54 %) og aðeins 215 þeirra reyktu. En innan við 5% íslenskra ungmenna reykja.
Hér er hægt að skoða niðurstöðurnar í heild