Slæm umgengni og sóðaskapur við Glanna

Séð af útsýnispallinum við Glanna. Á sumrin er hægt að …
Séð af útsýnispallinum við Glanna. Á sumrin er hægt að fylgjast með veiðimönnum og löxum að stökkva. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Umgengnin er að verða slík að við verðum eitthvað að gera. Við vitum hins vegar ekki hvað við getum gert. Okkar hag væri í raun best borgið með því að loka svæðinu en við viljum gjarnan að fólk fái að njóta þess.“

Þetta segir Birgir Hauksson, einn eigenda Hreðavatnslands, um umgengni ferðafólks við fossinn Glanna í Norðurá og Paradísarlaut. Svæðið hefur alltaf verið sótt af ferðafólki.

Síðustu ár hafa vinsældir þess aukist mjög og virðist það vera orðið fastur viðkomustaður hópferða með erlenda ferðamenn um Borgarfjörð. Því hagnýta ferðaskrifstofur sér það án þess að þurfa að kosta nokkru til því að landeigendur eru ekki með neina ferðaþjónustu og hafa ekkert nema kostnað og álag af ágangi ferðafólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert