Varaformaðurinn segir líka skilið við flokkinn

Helga Kristín Auðunsdóttir, varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, hefur sagt sig úr …
Helga Kristín Auðunsdóttir, varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, hefur sagt sig úr flokknum.

Helga Kristín Auðunsdóttir, varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, hefur staðfest við mbl.is að hún hafi einnig sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum.  Hvorki formaður né varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna eru því  enn í flokknum, eftir að þær Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, nú­ver­andi formaður Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna, Þórey Vil­hjálms­dótt­ir og Jarþrúður Ásmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­menn lands­sam­bands­ins, tilkynntu í gær að þær hafi sagt sig úr flokknum.

Haft var eft­ir Jarþrúði í frétta­vef RÚV í gær að 11 af 14 stjórn­ar­meðlim­um Lands­sam­bands Sjálf­stæðis­k­venna hafi, eða ætli að segja sig úr stjórn­inni og að í þeim hópi séu nokkr­ar kon­ur sem ætla að segja sig al­farið úr Sjálf­stæðis­flokkn­um. Helga Dögg staðfest­i þetta í samtali við mbl.is fyrr í dag og þær Þórey segj­ast báðar hafa heyrt frá öðrum flokks­fé­lög­um sem ætli að fylgja í fót­spor þeirra.

Viðbrögðin við þessari ákvörðun þeirra hafi þá verið meiri og já­kvæðari en þær hafi átt von á. En í yf­ir­lýs­ingu sem þær Helga Dögg, Þórey og Jarþrúður birtu á Face­book í gær kom fram að þær telji „full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoðunum og gild­um sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæðis­flokkn­um.“

Frétt mbl.is: Meiri og jákvæðari viðbrögð en von var á

Frétt mbl.is: Prófkjörsleiðin ekki gallalaus

Frétt mbl.is: Þrír formenn sjálfstæðiskvenna yfirgefa flokkinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert