Náði ekki að endurreisa traust

Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heilsar hér afmælisbarni dagsins, Haraldi Einarssyni, …
Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heilsar hér afmælisbarni dagsins, Haraldi Einarssyni, alþingismanni, við upphaf kjördæmisþings á Selfossi í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurugeirsson

Kjördæmisþing Framsóknar í Suðurkjördæmi hófst klukkan ellefu og verður framboðslisti flokksins í kjördæminu staðfestur þar síðar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætirsráðherra er mættur á þingið, en hann tilkynnti í gær að muni bjóða sig fram til formanns gegn sitjandi formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú upp úr ellefu að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafi ekki tekist að endurreisa traust sitt innan Framsóknarflokksins.

Hann hafi, allt frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra síðasta vor lagt sig allan fram um að skapa Sigmundi svigrúm til að endurreisa traust sitt í flokknum svo hann ætti kost á því að snúa aftur í forystu flokksins.

„Á síðustu vikum hefur mér orðið ljóst að það hefur ekki tekist,“ sagði Sigurður Ingi.

Skiptar skoðanir séu um formennsku flokksins og sjálfur telji hann eðlilegt að gera út um málið með lýðræðislegum hætti innan flokksins. „Ég mun sætta mig vel við þá niðurstöðu og bakka upp þann formann sem kjörinn verður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert