Affarasælla að heimsækja sambærilegar borgir

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

„Mér finnst það svo­lítið gagn­rýn­is­vert að verið sé að fara í þess­ar þrjár borg­ir til þess að skoða þessi mál. Það hefði verið affara­sælla að velja frek­ar borg­ir sem eru af svipaðri stærð og Reykja­vík eða að minnsta kosti sam­bæri­leg­ar,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Full­trú­ar sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og stofn­ana sem tengj­ast sam­göng­um eru á leið í ferð til Kaup­manna­hafn­ar, Stras­bourg­ar í Frakklandi og Vancou­ver í Kan­ada til að kynna sér reynslu borg­anna af um­gjörð létt­lest­ar­kerfa. Svæðis­skipu­lags­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins seg­ir að fyrst og fremst sé verið að horfa til góðra fyr­ir­mynda.

Frétt mbl.is – Leita góðra fyr­ir­mynda í lest­ar­mál­um

„Þetta er vænt­an­lega ein­hver frum­könn­un á mál­inu en það eru spár uppi um það hvernig sam­göng­ur muni þró­ast í borg­um eins og til dæm­is sú bylt­ing sem er að verða núna með snjallsím­um,“ seg­ir Kjart­an. Hann seg­ir lest­ar­bundn­ar sam­göng­ur verða fyrsta fórn­ar­lambið þegar snjallsíma­for­rit líkt og Uber, sem notað er til þess að panta ferðir, verði leitt inn í al­menn­ar sam­göng­ur.

Svona gæti létt­lest litið út á leið sinni milli Smáralind­ar …
Svona gæti létt­lest litið út á leið sinni milli Smáralind­ar og Skeifu. Tölvu­mynd/​​Guðbjörg Brá

Vilj­inn meiri til að heim­sækja heims­borg­ir 

Kjart­an seg­ir þetta ekki fyrsta skipti sem borg­in skoði spor­vagna­kerfi sem þetta því fyr­ir tíu árum var málið einnig skoðað. Þá var aft­ur á móti far­in sú leið að heim­sækja borg­ir sem þóttu svipaðar að stærð og sam­bæri­leg­ar Reykja­vík.  

Nú er verið að heim­sækja borg­ir sem eru mun fjöl­menn­ari og stærri en Reykja­vík og óskuðu Sjálf­stæðis­menn því eft­ir rök­stuðningi fyr­ir því af hverju þess­ar borg­ir urðu fyr­ir val­inu.

„Mér kem­ur það spánskt fyr­ir sjón­ir að það sé verið að velja í raun­inni þrjár stór­borg­ir. Ég hef reynd­ar gagn­rýnt þetta áður og verið undr­andi þegar borg­in er að skipu­leggja ferðir. Það er eins og vilj­inn sé mun meiri til að heim­sækja heims­borg­ir. Mér finnst alla vega fyr­ir mitt leyti ég hafa lært mun meira á því að skoða borg­ir sem eru svipaðar að stærð og Reykja­vík í mann­fjölda, þá er sam­an­b­urður­inn svo skýr.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert