Alvarleg líkamsárás á Sauðárkróki

Það var mikill erill hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina.
Það var mikill erill hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina. Margt var af utanaðkomandi fólki á svæðinu, en um helgina var réttað í Laufskálarétt í Hjaltadal. Í gærkvöldi var síðan fagnað á Laufskálaréttarballi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki.

Alvarleg líkamsárás varð eftir ballið og var maður fluttur með sjúkraflugi suður. Búið er að ná utan um málið og telst það upplýst.

Á ballinu kom einnig upp eitt fíkniefnamál, en um neysluskammt var að ræða og var málið afgreitt á staðnum.

Þá var brotin rúða í húsi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert