Mikið í húfi fyrir ráðherrana

Erfitt er að spá fyrir um hvort Sigurður Ingi Jóhannsson …
Erfitt er að spá fyrir um hvort Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins muni fara með sigur af hólmi í formannskosningunni um næstu helgi. mbl.is/Kristinn

Það er mikið í húfi fyr­ir þá ein­stöku ráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins sem bún­ir eru að skipa sér í fylk­ing­ar,“ seg­ir Bald­ur Þór­halls­son, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. „Þeir hljóta að ótt­ast að verði þeirra fylk­ing und­ir dragi það úr mögu­leik­um þeirra sem ein­stak­linga að eiga sæti í næstu  rík­is­stjórn.

Erfitt er að spá fyr­ir um hvort Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra eða Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, muni fara með sig­ur af hólmi í for­manns­kosn­ing­unni sem fram fer á flokksþingi fram­sókn­ar­manna um næstu helgi. Ljóst má hins veg­ar telja að ein­hver hóp­ur fram­sókn­ar­manna verður ósátt­ur við niður­stöðu for­manns­kjörs­ins.

Frétt mbl.is: Styður ekki þá „sem vinna á bak við tjöld­in“

„Sig­mund­ur Davíð á mjög dygg­an stuðnings­hóp í Fram­sókn­ar­flokkn­um sem styður hann og tel­ur hann í raun hafa bjargað þjóðinni frá Ices­a­ve og jafn­vel Evr­ópu­sam­bandsaðild,“ seg­ir Bald­ur. „Þetta fólk er til­búið að styðja hann fram í rauðan dauðann. Síðan er hóp­ur inn­an flokks­ins sem finnst Sig­mund­ur Davíð hafa mis­stigið sig mjög illa varðandi Wintris-málið.“

Sjón­ar­mið sem ógjörn­ing­ur er að sætta

Hann seg­ir í raun ógjörn­ing að sætta þessi sjón­ar­mið. „Það er ekki hægt að finna neina mála­miðlun í þessu máli og þess vegna leiðir þetta til svona harðra átaka eins og við erum að sjá núna.“ Bald­ur bend­ir á að sú ákvörðun Sig­mund­ar Davíðs að þver­taka fyr­ir það að stíga til hliðar eigi sinn þátt í stöðunni sem nú er uppi.

Baldur segir mörgum hafa þótt athyglisvert hve lengi forystumenn Framsóknarflokksins …
Bald­ur seg­ir mörg­um hafa þótt at­hygl­is­vert hve lengi for­ystu­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins héldu áfram að verja Sig­mund Davíð eft­ir að Wintris-málið kom upp. Skjá­skot/​SVT

„Hon­um hefði verið í lófa lagið að stíga til hliðar fyr­ir nokkr­um vik­um og benda þá á vænt­an­leg­an arf­taka sinn, t.d. Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur. Hann hef­ur hins veg­ar al­gjör­lega þver­tekið fyr­ir það,“ seg­ir hann og bend­ir á að þar komi vænt­an­lega líka til sá kjarni flokks­ins sem styðji Sig­mund Davíð út fyr­ir gröf og dauða. „Með því að benda á eft­ir­mann sinn hefði hugs­an­lega verið hægt að koma í veg fyr­ir þessi átök, því það hefði verið mjög erfitt fyr­ir Sig­urð Inga fyr­ir 3-4 vik­um að fara gegn Lilju Dögg.“

Vara­for­manns­kjörið get­ur haft áhrif á and­rúms­loftið

Bald­ur seg­ir út­komu vara­for­manns­kjörs­ins geta haft áhrif á hvernig and­rúms­loftið verði í Fram­sókn­ar­flokkn­um að loknu flokksþingi, því menn virðist líka skipta sér í fylk­ing­ar í þeim efn­um.

Frétt mbl.is: Lilja Dögg styður Sig­mund Davíð

Frétt mbl.is: Voru búin að ákveða að setja Sig­mund af

„Sig­urður Ingi hef­ur lýst því yfir að hann sé ekki til­bú­inn að vera vara­formaður und­ir Sig­mundi Davíð. Við vit­um Lilja Dögg er stuðnings­maður Sigu­mund­ar Davíðs og Eygló Harðardótt­ir er lík­lega stuðnings­maður Sig­urðar Inga. Það gæti því farið þannig að ef ann­ar hóp­ur­inn nær að fanga bæði for­manns- og vara­for­mann­sembættið gæti hinn hóp­ur­inn upp­lifað það sem svo að það væri mjög að sér vegið,“ seg­ir Bald­ur.

Eygló hef­ur gefið þegar upp að hún vilji ekki vera vara­formaður und­ir Sig­mundi Davíð. „Hvernig á hún þá að geta setið í rík­is­stjórn und­ir hans for­ystu eft­ir næstu kosn­ing­ar?“ spyr hann. „Flokk­ur­inn er að verða mjög illa klof­inn.“

Þreng­ir stöðu Lilju Dagg­ar

Lilja Dögg er von­ar­stjarna flokks­ins í aug­um margra fram­sókn­ar­manna. Hún hef­ur lýst yfir stuðningi við Sig­mund Davíð, en vinátta þeirra nær út fyr­ir flokk­spóli­tísk mörk. Bald­ur seg­ir stuðning henn­ar við Sig­mund Davíð vissu­lega þrengja stöðu henn­ar að ákveðnu leyti.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhansson forsætisráðherra. Lilja …
Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hans­son for­sæt­is­ráðherra. Lilja Dögg er von­ar­stjarna flokks­ins í aug­um margra fram­sókn­ar­manna og seg­ir Bald­ur það mögu­lega sætta ólík sjón­ar­mið verði hún kjör­in vara­formaður á móti for­mennsku Sig­urðar Inga. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Þessi ít­rekaði af­drátt­ar­lausi stuðning­ur henn­ar við Sig­mund Davíð hann hef­ur til að mynda komið í veg fyr­ir að hún geti boðið sig fram til for­manns og verið þannig mála­miðlun­araðili.“ Hann seg­ir þetta vissu­lega líka geta þrengt stöðu henn­ar þegar komi að vara­for­manns­kjöri. „En svo kann líka að koma fram það sjón­ar­mið, t.d. ef Sig­urður Ingi verður kjör­inn, að þá kjósi menn frek­ar Lilju Dögg til að stuðnings­menn Sig­mund­ar verði ekki æfir.“

Tefla djarft með af­drátt­ar­laus­um yf­ir­lýs­ing­um

Bald­ur kveðst þó engu að síður telja þau Gunn­ar Braga,  Lilju Dögg og í raun­inni Vig­dísi líka tefla nokkuð djarft með af­drátt­ar­laus­um yf­ir­lýs­ing­um sín­um til stuðnings Sig­mundi Davíðs. „Kannski sér­stak­lega Gunn­ar Bragi, sem sit­ur í þess­ari rík­is­stjórn und­ir for­ystu Sig­urðar Inga. Það get­ur ekki verið þægi­legt and­rúms­loftið í ráðherra­hópi Fram­sókn­ar­flokks­ins.“

Frétt mbl.is: Brigsl, svik og óheiðarleiki

Þeir ein­stöku ráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins sem þegar eru bún­ir eru að skipa sér í fylk­ing­ar hljóti sömu­leiðis að vera meðvitaðir um það að verði þeirra fylk­ing und­ir dragi það úr mögu­leik­um þeirra sem ein­stak­linga á að eiga sæti í næstu  rík­is­stjórn.

Erfitt að starfa sam­an eft­ir deil­ur

Sig­mund­ur Davíð og Sig­urður Ingi eru báðir odd­vit­ar í sínu kjör­dæmi og því lík­leg­ir til að sitja á þingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn eft­ir næstu kosn­ing­ar.

Bald­ur seg­ir að vissu­lega geti verið erfitt fyr­ir þá að starfa sam­an eft­ir þess­ar deil­ur, en menn hafi lent í öðru eins í póli­tík. „Hösk­uld­ur Þór­halls­son og Sig­mund­ur Davíð hafa lengi eldað grátt silf­ur sam­an en eigi að síður starfað sam­an inn­an þing­flokks­ins. Eins má nefna sem dæmi að Þor­steinn Páls­son starfaði í mörg ár í rík­is­stjórn und­ir for­ystu Davíðs Odds­son­ar þó að Davíð hafi unnið hann í for­manns­kjöri, þótt það hafi vissu­lega ekki verið jafn hat­rammt.

Þetta hafa oft verið inn­an­búðarátök í flokk­um en menn hafa svo þurft að slíðra sverðin svo ekki kæmi til klofn­ings og menn munu vænt­an­lega reyna það í lengstu lög.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert