Fæðisgjald hækkar um 31%

Börnin ættu að fá betri mat í skólunum með hækkuninni …
Börnin ættu að fá betri mat í skólunum með hækkuninni á fæðisgjaldinu. mbl.is/RAX

Borg­ar­stjórn hef­ur samþykkt að hækka fæðis­gjald í leik- og grunn­skól­um borg­ar­inn­ar um 100 krón­ur á dag. Breyt­ing­in tek­ur gildi 1. októ­ber næst­kom­andi.

Skúli Helga­son, formaður Skóla- og frí­stundaráðs og borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir borg­ar­stjórn vera að bregðast við áskor­un­um frá for­eldr­um, leik­skóla­stjór­um og skóla­stjór­um um að hækka fæðis­gjald, að því gefnu að það fari beint í hrá­efn­is­fram­lög­in.

„Við erum sam­mála um að þarna er ákveðið svig­rúm til að bæta í og svara þessu kalli,“ seg­ir Skúli í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Hækk­un­in er liður í samþykkt borg­ar­ráðs frá 15. sept­em­ber um 920 millj­óna króna viðbótar­fjárveit­ingu til skóla og leik­skóla í borg­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert