Nálægt áfengisdauða undir stýri

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för ökumanns bifreiðar í Hafnarfirði sem var nálægt áfengisdauða undir stýri. Maðurinn gistir fangaklefa þangað til ástand hans batnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn látinn blása í öndunarsýnamæli og sýndi mælirinn 3,65 prómill en refsimörk eru 0,50 prómill.  Fyrr í mánuðinum stöðvaði lögreglan annan ökumann í Hafnarfirði sem var í svipuðu ástandi. 

Frétt mbl.is: Ökumaðurinn ósjálfbjarga vegna ölvunar

Á doktor.is er að finna lýs­ingu á því hvert sé ástand mann­eskju sem mæl­ist með 4 pró­mill í blóði. Það þýðir að viðkom­andi hef­ur drukkið 15-20 áfenga drykki og flest­ir hafa misst meðvit­und. Áhrif á akst­urs­hæfni: Meðvit­und­ar­laus. Viðbragð tak­markað. Öku­hæfni eng­in - sofnaður - jafn­vel dá­inn.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi en tveir þeirra hafa ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum vímuefna undir stýri. Annar þeirra var að keyra Reykjanesbrautina en hinn var stöðvaður á Höfðabakka við Stíflu. Sá þriðji var stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi.

Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði á ótryggðri bifreið og var því númeraplata bifreiðarinnar fjarlægð af lögreglu. Annar var síðan stöðvaður á þriðja tímanum í nótt á Fífuhvammsvegi í Kópavogi en hann ók yfir á rauðu ljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert