Fundað stíft um raflínumálið

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. mbl.is/Eggert

Fundað hefur verið í tvígang í atvinnuveganefnd Alþingis í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 vegna iðnaðarsvæðisins á Bakka þar sem gestir hafa verið kallaðir fyrir nefndina. Til stendur ennfremur að funda um málið í kvöld.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að stefnt sé að því að afgreiða málið úr nefndinni sem fyrst. Vonir standi til þess að það verði hægt á morgun en koma verði í ljós hvort það reynist mögulegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert