Möguleikar á nýjum vatnsaflsvirkjunum

Nokkrir virkjanamöguleikar eru í Ísafjarðardjúpi og nágrenni.
Nokkrir virkjanamöguleikar eru í Ísafjarðardjúpi og nágrenni. mbl.is/RAX

„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og flóða.“

Þetta segir Kristinn Pétursson, verkefnisstjóri Austurgilsvirkjunar í Ísafjarðardjúpi, um möguleika sem er að skapast á að skilgreina tengipunkt á Vestfjörðum til að tengja hugsanlegar virkjanir þar við landskerfið.

Uppsetning nýs tengipunkts Landsnets í Ísafjarðardjúpi hefur verið talin forsenda fyrir því að hægt sé að virkja vatnsafl þar og á Norður-Ströndum. Ástæðan er sú að þeir sem byggja virkjanirnar þurfa sjálfir að kosta flutning orkunnar til næsta tengipunkts til að komast inn á landsnetið. Í tilviki Vestfjarða er sá punktur í Gilsfirði. Mismunandi vegalendir frá virkjunum til tengipunkta getur skekkt mjög hagkvæmniútreikninga virkjana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka