Trump sýndi mikla vanþekkingu

00:00
00:00

„Þetta var eins og við var að bú­ast. Hillary Cl­int­on var með sín mál á tæru, vel und­ir­bú­in og kom sín­um hug­mynd­um vel fram,“ seg­ir Silja Bára Ómars­dótt­ir, aðjúnkt við Stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is um kapp­ræður Hillary Cl­int­on og Don­ald Trump í nótt. 

Kapp­ræðurn­ar eru hinar fyrstu af þrem­ur í aðdrag­anda for­seta­kosniga í Banda­ríkj­un­um, en hinar fara fram 9. októ­ber og 19. októ­ber.

Silja seg­ir að Cl­int­on hafi verið bros­mild og látið Trump fella sjálf­an sig. „Hún náði að vera hörð án þess að vera of árás­ar­gjörn. Hon­um tókst ekki að espa Cl­int­on til reiði, henni hefði verið refsað fyr­ir það. Henni tókst hins veg­ar að láta hann stíga í kynja­gildr­ur; grípa mikið fram í fyr­ir henni á meðan hún var aug­ljós­lega með það á hreinu að hann væri að fella sjálf­an sig,“ en sam­tals greip Trump 51. sinni fram í fyr­ir Cl­int­on á þeim 90 mín­út­um sem kapp­ræðurn­ar stóðu yfir.

Trump hóf kapp­ræðurn­ar ágæt­lega en eft­ir fyrstu 20 mín­út­urn­ar fór að halla und­an fæti hjá hon­um. „Þá byrj­ar þetta sund­ur­lausa sjálfs­hól sem kem­ur alltaf fram hjá hon­um þegar spurt er um of­beldi gagn­vart svört­um í borg­um og hætt­una sem svart­ir búa við. Hann svar­ar með umræðu um að hann eigi eign­ir í um­rædd­um borg­um og þekki þess vegna aðstæður og eitt­hvað slíkt. Hann sýndi mikla vanþekk­ingu á flest­um mál­efn­um sem komu upp; sagði ósatt og var staðinn að því,“ seg­ir Silja en fyr­ir kapp­ræðurn­ar hafði Trump sagt að Lester Holt, stjórn­andi og spyr­ill, ætti ekki að meta sann­sögli hans og Cl­int­on í kapp­ræðunum.

Trump þrætti fyr­ir lyg­arn­ar og sagði eft­ir að kapp­ræðunum lauk að hljóðnem­inn hans hefði verið gallaður, sem var ekki raun­in.

62% áhorf­enda CNN sögðu að Cl­int­on hefði haft bet­ur en 27% Trump. Þess ber að geta að fleiri demó­krat­ar en re­públi­kan­ar fylgd­ust með CNN í kvöld. „Ef þú ert að horfa á efn­is­lega þátt­inn þá er það bara hlut­lægt mat. Trump tókst ekki að espa Cl­int­on til reiði en henni hefði verið refsað fyr­ir það. Ég held að Cl­int­on hafi gert eins vel og maður veit að maður veit að hún get­ur og eins vel og hægt er að von­ast til.“

Trump og Clinton takast í hendur eftir kappræðurnar í nótt.
Trump og Cl­int­on tak­ast í hend­ur eft­ir kapp­ræðurn­ar í nótt. AFP
Flestir eru á því að Clinton hafi staðið sig betur …
Flest­ir eru á því að Cl­int­on hafi staðið sig bet­ur í fyrstu kapp­ræðunum. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert