Maðurinn sem beit stykki úr eyra manns í lest í Þýskalandi er Íslendingur. Utanríkisráðuneytið staðfesti það í samtali við mbl.is fyrir stundu en árásarmaðurinn er í varðhaldi ytra.
Frétt mbl.is: Árásarmaðurinn sagður norskur
Eins og fram hefur komið sat fórnarlambið, Alexander B, í lestinni þegar Íslendingurinn kallaði sessunaut hans Bin Laden upp úr þurru. Hrópaði Íslendingurinn að sessunaut Alexanders að hann ætti að hrópa upp „Allahu Akbar“ og kveikja á sprengjunni.
Alexander reyndi að stíga á milli átaka en Íslendingurinn beit þá stórt stykki úr eyra hans. Árásarmaðurinn verður leiddur fyrir dómara á næstu dögum.