Ljósleysið framlengt til miðnættis

Norðurljósin í kvöld.
Norðurljósin í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að götuljós verði áfram slökkt fram á miðnætti, en svo virðist vera sem norðurljósin sem svo margir hafa beðið spenntir eftir í dag láti bíða eftir sér, þótt aðeins hafi mátt sjá glita í þau í skamma stund.

Í tilkynningu frá borginni segir að vonast sé til þess að norðurljósin láti sig sjá sig næstu klukkustundina.

Slökkt var á götulýsingu í Vest­ur­bæ, Miðborg, Hlíðum, Grafar­vogi, Laug­ar­ási, Heima- og Voga­hverfi, Tún­um, Skóla­vörðuholti, Breiðholti og Bústaðarhverfi.

Norðurljósin dansa yfir ráðhúsinu.
Norðurljósin dansa yfir ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka