Rafrettur hafa ruglað okkur í ríminu

Bandarísk kona reykir rafsígarettu.
Bandarísk kona reykir rafsígarettu. AFP

Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son, lækn­ir og sér­fræðing­ur í heim­il­is­lækn­ing­um, tel­ur að rafsíga­rett­ur hafi ruglað okk­ur í rím­inu. Ekki sé allt sem sýn­ist varðandi hætt­una sem staf­ar af þeim og að for­dóm­arn­ir séu mikl­ir í kring­um þær.

Þetta kom fram í máli hans á fjöl­menn­um morg­un­verðar­fundi á Grand Hót­el í morg­un sem sam­tök­in Náum átt­um, sem er sam­starfs­hóp­ur um fræðslu- og for­varn­ar­mál, boðuðu til. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: Rafrett­ur og munn­tób­ak – nýr lífs­stíll eða óvæg­in markaðssetn­ing?

Skaðleg áhrif ekki þekkt

Guðmund­ur benti á er­lend­ar rann­sókn­ir sem sýna að rafsíga­rett­ur séu 95% ör­ugg­ari heilsu okk­ar en hefðbundn­ar síga­rett­ur og að ekki séu efni til staðar í raf­guf­unni sem valdi heilsutjóni eða krabba­meinsvald­andi áhrif­um. Ekki séu þekkt skaðleg áhrif af inni­haldi vökv­ans. Óljóst sé með skaðleg áhrif af ein­staka bragðefni og því sé 5% fyr­ir­vari á hætt­unni.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum.
Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son á morg­un­verðar­fund­in­um. mbl.is/Ó​feig­ur

Eit­ur­efn­in tek­in út

Hann sagði að rafsíga­rett­ur væru ekki holl­ar og ekki fyr­ir þá sem ekki reykja en tók fram að þær væru miklu skaðlaus­ari en síga­rett­ur. Öll þau eit­ur­efni sem eru í síga­rett­um sem drepa fólk hafi verið tek­in út. Hann bætti við að sam­kvæmt sér­fræðing­um er nikó­tín álíka skaðlegt og kaffi .

Í fyr­ir­lestr­in­um benti hann á niður­stöðu banda­rísk­ar rann­sókn­ar sem sýn­ir að 4% barna í mennta­skól­um reykja síga­rett­ur, 5,2% reykja síga­rett­ur og rafrett­ur og 8,2% nota ein­göngu rafrett­ur. Sam­kvæmt rann­sókn­inni voru það 96% þeirra barna sem höfðu prófað rafrettu og sem ekki höfðu reykt, þau notuðu ekki nikó­tín í rafrett­urn­ar sín­ar. Aug­ljóst mál væri að krakk­arn­ir væru að leiðast frá hefðbundn­um síga­rett­um með því að reykja frek­ar rafsíga­rett­ur.

Að sögn Guðmund­ar eru áhrif rafsíga­retta þau að við losn­um al­farið við reyk­inga­tengda sjúk­dóma en af­leidd­ur kostnaður fyr­ir heil­brigðis­kerfið vegna þeirra sjúk­dóma er 40 millj­arðar króna á ári.

90% geta ekki hætt að reykja

Lára G . Sig­urðardótt­ir, lækn­ir og fræðslu­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands, hélt einnig fyr­ir­lest­ur á morg­un­verðar­fund­in­um og voru hún og Guðmund­ur stund­um á önd­verðum meiði.

Í máli henn­ar kom fram að 38 rann­sókn­ir hafi sýnt að reyk­ing­ar­menn sem notuðu rafsíga­rett­ur voru 28% ólík­legri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsíga­rett­um tekst það ekki,“ sagði hún.

Lára sagði að rann­sókn­ir hafi verið rangtúlkaðar í fjöl­miðlum þar sem því hef­ur verið haldið fram að rafsíga­rett­ur valdi niður­sveiflu í reyk­ing­um. Eng­in merki séu um að rafsíga­rett­ur teng­ist lækk­un á tíðni dag­legra reyk­inga.

Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun.
Lára G. Sig­urðardótt­ir (til vinstri) á fund­in­um í morg­un. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Nikó­tín ekki skaðlaust

Hún bætti við að nikó­tín væri ekki skaðlaust eins og Guðmund­ur hélt fram. Þvert á móti sé það sterkt ávana­bind­andi eit­ur­efni og sé flokkað þannig hjá Um­hverf­is­stofn­un. Dæmi um þetta er að fóst­ur móður sem neyt­ir nikó­tíns í ein­hverju formi á meðgöngu geti orðið fyr­ir var­an­legri þroska­skerðingu.

Sjö krabba­meinsvald­andi efni

Hún benti á að sam­kvæmt banda­rískri rann­sókn hefðu tveir þriðju hlut­ar þeirra sem sögðust nota rafsíga­rett­ur einnig hafa reykt. Einnig nefndi hún að sjö krabba­meinsvald­andi efni, ásamt öðrum skaðleg­um efn­um, hefðu fund­ist í rafsíga­rett­um. Í þeim væri held­ur eng­in vatns­gufa eins og rang­lega hafi verið haldið fram og að nikó­tín­magnið í þeim væri oft meira en gefið sé upp. 

Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun.
Fjöl­mennt var á Grand Hót­el í morg­un. mbl.is/Ó​feig­ur

Lík­legri til síga­rett­ur­eyk­inga

„Það hef­ur verið sýnt fram á að þeir ung­ling­ar sem nota rafsíga­rett­ur eru lík­legri til að leiðast út í síga­rett­ur­eyk­ing­ar,“ sagði Lára. „Rafsíga­rett­urn­ar eru biss­ness. Rann­sókn­ir sýna að ef ung­ling­ar sjá aug­lýs­ing­ar með þeim eru þeir lík­legri til að byrja að prófa.“

Hún nefndi að tób­aks­fyr­ir­tæk­in hefðu fjár­fest í rafsíga­rettuiðnaðinum og að fjár­hæðir í sem fari í kaup á rafsíga­rettu­aug­lýs­ing­um hafi hátt í tutt­ugufald­ast á þrem­ur árum.

„Yngsta kyn­slóðin er auðveld bráð nikó­tín­fíkn­ar­inn­ar,“ sagði hún.

Rafsíga­rett­ur eru tób­ak

Í máli Láru kom einnig fram að ung­um börn­um stafi bráð hætta af nikó­tín­vökv­um. Barn sem drekki nikó­tín­vökva geti farið í önd­un­ar­stopp og dáið.

Hún kvaðst  hafa heyrt það sagt að rafsíga­rett­ur séu ekki tób­ak. Því sagðist hún ekki sam­mála og nefndi að rafsíga­rett­ur inni­haldi nikó­tín sem sé unnið úr sömu lauf­um og tób­ak.

Frá fundinum í morgun.
Frá fund­in­um í morg­un. mbl.is/Ó​feig­ur

Andi ekki að sér reyk frá rafsíga­rett­um

Lára sagði mik­il­vægt að krafa sé gerð um gæðavott­orð á inni­haldi rafrettu­vökva til að vernda neyt­end­ur svo hægt sé að vita hverj­ir selja hann og hvað sé í efni vökv­anna. Þannig þurfi að leyfa sölu á nikó­tín­vökv­um und­ir ströngu eft­ir­liti.

Hún vill að rafsíga­rett­ur falli und­ir tób­aksvarn­ar­lög til að vernda börn­in og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikó­tíni og öðrum óæski­leg­um efn­um frá rafsíga­rett­um. Einnig þurfi að tryggja að börn og ung­ling­ar hafi ekki aðgang að rafsíga­rett­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert