Fjölgar sem vilja koma aftur til Íslands

24,6% þeirra erlendu ferðamanna sem komu til Íslands vegna náttúrunnar, …
24,6% þeirra erlendu ferðamanna sem komu til Íslands vegna náttúrunnar, nefndu norðurljósin sem áhrifavald. mbl.is/Sigurður Ægisson

Íslands­heim­sókn­in stóðst vænt­ing­ar 95,9% þeirra er­lendu ferðamanna sem heim­sóttu landið frá því í októ­ber 2015 til maí 2016 og  tóku þátt í könn­un Maskínu fyr­ir Ferðamála­stofu. Þetta er meðal þeirra niður­stöðva sem finna má í nýrri könn­un um viðhorf er­lendra ferðamanna til Íslands­heim­sókn­ar sinn­ar. Könn­un­in var unn­in í fram­haldi af sam­bæri­legri könn­un sem gerð var tveim­ur árum áður fyr­ir sama tíma­bil.

Líkt og áður sagði þá eru gest­ir lands­ins einkar sátt­ir við heim­sókn­ina og stóðst Íslands­ferðin vænt­ing­ar 95,9% svar­enda sem er álíka hlut­fall og í síðustu vetr­ar­könn­un, en þá var hlut­fallið 95,4%. Tæp 90% töldu lík­legt að þau myndu ferðast aft­ur til Íslands og er það nokkuð hærra hlut­fall en fyr­ir tveim­ur árum (83,3%).

91,4% svar­enda voru á land­inu í fríi og var dval­ar­lengd­in að jafnaði um 6,9 næt­ur, sam­an­borið við 6,1 nótt í síðustu vetr­ar­könn­un.

Flest­ir þáttt­enda nefndu  nátt­úr­una sem ástæðu þess að Ísland hefði orðið fyr­ir val­inu líkt og í fyrri könn­un­um, þá sú tala sé raun­ar  nokkuð lægri en síðast. 57,3% sögðu Ísland vera  áfangastað sem þá hafi alltaf langað til að heim­sækja, 36,9% nefndu gott til­boð/​lágt flug­far­gjald  og loks nefndu 33,7% ís­lenska menn­ingu og sögu, sem eru mun færri en í síðustu könn­un.

Þeir sem nefndu nátt­úr­una sem áhrifa­vald varðandi Íslands­ferð voru spurðir um hvað það væri varðandi nátt­úr­una sem heillaði.

50,7% nefndu feg­urð, óspillta eða ósnerta nátt­úru, lands­lag eða óbyggðirn­ar á móti 34,4% í könn­un­inni á und­an. 24,6% nefndu norður­ljós­in sem 25,7% nefndu síðast. Þá nefndu 20,7% eld­fjöll og hraun á móti 22,65 síðast. 17,1 nefndu jökl­ana nú, en 15,1% síðast og loks nefndu 16,6% sér­stöðu og fjöl­breytni ís­lensku nátt­úr­unn­ar og hve frá­brugðin hún væri því sem þeir ættu að venj­ast. Sú tala hef­ur lækk­an tölu­vert frá síðustu könn­un þegar 27,7% nefndu sér­stöðu ís­lensku nátt­úr­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka