Skjálftahrinur í Kötlu

Katla í Mýrdalsjökli.
Katla í Mýrdalsjökli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veður­stof­an mældi um 50 smá­skjálfta sunn­ar­lega í Kötlu­öskj­unni í dag. Virkn­in tók kipp í nótt og var tölu­verð upp úr há­degi.

Flest­ir skjálft­anna er um 2,3 stig með grunn upp­tök og eru lík­lega tengd­ir und­ir­liggj­andi jarðhita­virkni. 

Gunn­ar B. Guðmunds­son hjá Veður­stof­unni seg­ir að fjöldi skjálft­anna sé óvenju­leg­ur en eng­in merku séu um gos­virkni og auk­in raf­leiðni í Múla­kvísl renni stoðum und­ir að jarðhita­virkni sé meg­in­or­sök­in. Und­an­farið hafi verið mik­il virkni í öskj­unni, sér­stak­lega síðla sum­ars en síðastliðinn mánu­dag var mæld­ur skjálfti upp á 3,9 stig í Mýr­dals­jökli. 

Skjálfti upp á 3,9 stig mæld­ist í Mýr­dals­jökli á mánu­dag en skjálfta­hrina hófst í Mý­dals­jökli 29. ág­úst og mæld­ust tveir skjálft­ar um 4,5 að stærð í norður­hluta Kötlu­öskj­unn­ar. Þeir eru stærstu skjálft­ar sem mælst hafa í Kötlu frá ár­inu 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert