Þurfti ekki að koma á óvart

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorugur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu það að stefnu sinni að ganga í Evrópusambandið fyrir síðustu þingkosningar og því þurfti ekki að koma á óvart að þeir beittu sér ekki fyrir skerfum í þá átt.

Þetta kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hún svaraði fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata. Birgitta spurði að því hvort Lilja teldi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hætta viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið án þess að fara í gegnum Alþingi samræmdist réttarríkinu.

Vísaði Birgitta þar til ræðu Lilju á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hún ræddi meðal annars um mikilvægi þess að virða réttarríkið. Lilja sagði að ákvörðun stjórnarflokkanna hefði verið í samræmi við grundvallarstefnu þeirra gagnvart Evrópusambandinu.

Ef tekin væri hins vegar ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið væri eðlilegt að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Engin ástæða væri til þess að óttast það að setja fleiri mál í þjóðaratkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert