Hvað mega kennarar segja í skólanum?

Siðmennt stendur fyrir málþingi um tjáningarfrelsi.
Siðmennt stendur fyrir málþingi um tjáningarfrelsi.

Siðmennt stend­ur fyr­ir málþingi um tján­ing­ar­frelsið á KEA hót­eli á Ak­ur­eyri á morg­un. Til­efnið er umrót í bæj­ar­fé­lag­inu eft­ir að Snorra Óskars­syni, sem jafn­an er kennd­ur við Betel, var vikið úr starfi kenn­ara vegna skoðana sinna á sam­kyn­hneigð sem hann setti fram á per­sónu­legu bloggi sínu.

Inn­an­rík­is­ráðuneytið úr­sk­urðaði upp­sögn­ina ólög­lega og var sú niðurstaða staðfest í Hæsta­rétti í fe­brú­ar síðastliðnum.

Þrír fram­sögu­menn verða á málþingi Siðmennt­ar um tján­ing­ar­frelsið sem fram fer á morg­un. Það eru þau Jó­hann Björns­son, heim­spek­ing­ur, kenn­ari og formaður Siðmennt­ar, Sigrún Svein­björns­dótt­ir, pró­fess­or í sál­fræði við fé­lags- og hug­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, og Sig­urður Krist­ins­son, pró­fess­or í heim­speki við hug- og fé­lags­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. Er­indi Sig­urðar á málþing­inu ber yf­ir­skrift­ina: Tján­ing­ar­frelsi og ábyrgð fag­stétta. „Til­efnið er dóms­mál Snorra. Ég mun ekk­ert tjá mig um það en það er hins veg­ar mun­ur á laga­leg­um og borg­ara­leg­um rétti okk­ar til þess að tjá skoðanir, og síðan siðferðis­legri ábyrgð okk­ar á því sem við segj­um og ger­um,“ seg­ir Sig­urður. Hann tel­ur að um leið og gengið er til liðs við ein­hverja fag­stétt, líkt og á t.a.m. við um kenn­ara, gang­ist maður við þeirri siðferðis­legu ábyrgð sem starf­inu fylgi. „Þar sinn­ir maður ákveðnu sam­fé­lags­legu hlut­verki og skiln­ing­ur manns á því er ekki einka­mál. Fólk geng­ur inn í ákveðinn sam­fé­lags­leg­an veru­leika og þarf að geta hagað orðum og gjörðum sín­um inn­an þess ramma óháð per­sónu­leg­um skoðunum. Maður hef­ur sem borg­ari frelsi til að vera ekki kenn­ari, eða lækn­ir, eða lög­reglumaður o.s.frv, eða hvaða starf það er sem skil­grein­ir þína per­sónu­legu ábyrgð,“ seg­ir Sig­urður. Af þeim sök­um seg­ir hann mál Snorra koma sér­stak­lega til álita. „Þú get­ur tjáð þig með þess­um hætti og hef­ur rétt til þess sem borg­ari, rétt sem var­inn er í stjórn­ar­skrá. En engu að síður er það ekki siðferðis­lega rétt hjá kenn­ara að tjá sig með þess­um hætti. Fag­leg siðferðis­leg ábyrgð kenn­ar­ans get­ur því stang­ast á við það sem er stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur,“ seg­ir Sig­urður.

Ekki á herðum hvers og eins

Hann tel­ur að heim­ild­ir kenn­ara til þess að skil­greina eig­in ábyrgð og hlut­verk sé ekki á herðum hvers og eins. Sam­fé­lag kenn­ara­stétt­ar sé t.a.m. bundið af ákveðnu siðferði.

Spurður hvort kenn­ur­um sé ekki þröng­ur stakk­ur bú­inn með því að gang­ast und­ir slíkt siðferði tel­ur Sig­urður svo ekki vera. „Kenn­ar­ar eru með siðaregl­ur sem eru ákveðinn sam­nefn­ari sem bú­inn er til í sátt inn­an Kenn­ara­sam­bands­ins. Þær eru op­in­ber­ar, til umræðu og koma öll­um við og þær get­ur hver sem er gagn­rýnt,“ seg­ir Sig­urður. Hann bend­ir á að líkt og kenn­ar­ar fari lækn­ar eft­ir ákveðnum siðaregl­um. „Þær koma í veg fyr­ir að lækn­ir geti sagt hvað sem er við sjúk­ling sinn. Eins má nefna að fjöl­miðlamenn eru bundn­ir af sínu fagsiðferði, sem kveður á um ákveðin vinnu­brögð og ákveðið vinnusiðferði eins og virðingu fyr­ir staðreynd­um,“ seg­ir Sig­urður.

Skoðanir sam­ræm­ist starf­inu

Hann seg­ir að ekki megi þó túlka orð hans á þann hátt að kenn­ar­ar séu að ein­hverju leyti bundn­ir og geti ekki sett skoðanir sín­ar fram. Til þess hafi þeir borg­ara­leg­an rétt. „En í málþing­inu er frek­ar sjón­um beint að því hver mögu­leg skaðleg áhrif geta verið með því að tjá sig með ein­hverj­um ákveðnum hætti við ákveðnar aðstæður. Það er eng­inn að segja að kenn­ari megi ekki hafa skoðun, frelsið er allt of heil­agt til þess, en það eru samt tak­mörk fyr­ir því hvaða skoðanir eru rök­lega sam­ræm­an­leg­ar því að vera kenn­ari. Ef við ímynd­um okk­ur t.a.m. að kenn­ari hafi þá skoðun að mennt­un sé í raun böl og rétt­ast væri að berj­ast gegn mennt­un, þá er hann kom­inn í rök­lega mót­sögn við und­ir­stöðu fags­ins. Því eru tak­mörk fyr­ir inni­haldi skoðana sem kenn­ari get­ur haft,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ir að málþingið varði alla borg­ara og viðfangs­efni tján­ing­ar­frels­is breyt­ist með hverri þeirri kyn­slóð sem fram kem­ur. „Tím­arn­ir breyt­ast og áskor­an­ir um leið,“ seg­ir Sig­urður.

Kennari undirgengst ákveðnar siðareglur þótt hann hafi stjórnarskrárbundinn rétt til …
Kenn­ari und­ir­gengst ákveðnar siðaregl­ur þótt hann hafi stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt til frjálsr­ar tján­ing­ar að sögn Sig­urðar Krist­ins­son­ar. Hann tel­ur tak­mörk á inni­haldi skoðana sem kenn­ari get­ur haft í starfi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert