Öflug skjálftahrina í Kötlu

00:00
00:00

Öflug jarðskjálfta­hrina er nú í gangi í Kötlu í Mýr­dals­jökli og urðu nokkr­ir öfl­ug­ir jarðskjálft­ar nú í há­deg­inu sem all­ir mæld­ust yfir þrjá að stærð. Að því er seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar þá er virkn­in nú í há­deg­inu sú mesta í hrin­unni til þessa og hef­ur litakóða Kötlu nú verið breytt úr grænu í gult, en guli lit­ur­inn merk­ir að eld­stöðin sýn­ir merki um virkni um­fram venju­legt ástand.

Jarðskjálfta­hrin­an byrjaði í gær­morg­un í eld­stöðinni og hafa tæp­lega 200 skjálft­ar verið staðsett­ir í Kötlu síðasta sól­ar­hring­inn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá jarðvár­sviði Veður­stofu Íslands.

Eng­inn gosórói hef­ur en verið mæld­ur á svæðinu, né held­ur eru merki eru um jök­ul­hlaup.

Upp­fært 12.55:

Alls mæld­ust fjór­ir jarðskjálft­ar sem voru yfir 3 að stærð nú í há­deg­inu og mæld­ist sá þeirra sem stærst­ur var 3,6 að stærð. Að sögn sér­fræðings á vakt hjá jarðvár­sviði Veður­stof­unn­ar hef­ur nú dregið úr virkni að nýju. Enn mæl­ist þó stöðug smá­skjálfta­virkni í Kötlu þó eng­in merki finn­ist um gosóróa.

Fund­ur verður hjá vís­indaráði Veður­stof­unn­ar klukk­an tvö og verður þá tek­in afstaða til þess hvort auka eigi viðbúnað, m.a. með rann­sókn­ar­ferðum inn að Kötlu.

Katla í Mýrdalsjökli.
Katla í Mýr­dals­jökli. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert