Unnið af krafti við meðferðarstöð SÁÁ

Framkvæmdir við nýja meðferðarstöð SÁÁ við Vík á Kjalarnesi.
Framkvæmdir við nýja meðferðarstöð SÁÁ við Vík á Kjalarnesi.

Áætlað er að uppsteypu nýrrar meðferðarstöðvar SÁÁ í Vík á Kjalarnesi ljúki í febrúar 2017.

Nýbyggingin verður 2.730 fermetrar og er unnið er að því þessa dagana að steypa útveggi og slá upp fyrir gólfplötu 2. hæðar.

Meðferðarstöðin í Vík, sem er 800 fermetrar að stærð, verður einnig endurnýjuð og stækkuð. Stefnt er að því að ljúka öllum framkvæmdunum fyrir 40 ára afmæli SÁÁ í október 2017. Þá verður tekin í notkun rúmlega 3.500 fermetra sérhönnuð meðferðarstöð í Vík fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þar verður pláss fyrir 61 sjúkling í eins manns herbergjum, að því er fram kemur í umfjöllun um framvkæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka