„Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur“

Mikil brennisteinslykt var úr Múlakvísl í dag.
Mikil brennisteinslykt var úr Múlakvísl í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Al­manna­varna­deild lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi fundaði með lög­reglu­stjóra og yf­ir­lög­regluþjón­um um­dæm­is­ins fyrr í kvöld ásamt full­trú­um starfs­stöðva embætt­is­ins á Klaustri, Vík, Hvolls­velli og Hellu. Víðir Reyn­is­son, verk­efna­stjóri al­manna­varna í um­dæm­inu, seg­ir að farið hafi verið yfir verk­efn­in sem liggja fyr­ir og mögu­lega rým­ingu ef til eld­goss kæmi.

Víðir seg­ir að með því að setja viðbragðsáætl­un á óvissu­stig, sem sé lægsta stig áætl­un­ar­inn­ar, séu menn að und­ir­búa sig fyr­ir mögu­leg­an viðburð, en að enn sé óvíst hvort komi til auk­inn­ar virkni.

Aðspurður um áætl­un lög­regl­unn­ar vegna fjölda ferðamanna á svæðinu seg­ir Víðir að nú sé víðfeðmt upp­lýs­inga­net notað til að koma upp­lýs­ing­um á fram­færi. Þannig séu til dæm­is marg­ir fjöl­miðlar með frétt­ir á ensku og not­ast sé við upp­lýs­inga­kerfi Sa­fetra­vels verk­efn­is Lands­bjarg­ar. „Ef kem­ur til rým­ing­ar not­um við SMS-kerfið, en þá eru send­ar upp­lýs­ing­ar á ís­lensku og ensku á alla farsíma á svæðinu,“ seg­ir Víðir, en bæt­ir við að það sé ekki nema að ef til eld­goss kem­ur.

Hann seg­ir að í rætt hafi verið við fjölda ferðaþjón­ustuaðila sem eru með starf­semi á svæðinu, svo sem þá sem fara með hópa á Sól­heima­jök­ul. Stuttu eft­ir að mbl.is ræddi við Víði til­kynnti lög­regl­an um að veg­in­um að jökl­in­um yrði lokað í nótt og fram á morg­un, en þá yrði ákvörðunin end­ur­skoðuð.

Þá seg­ir Víðir að lög­regl­an muni í kvöld fara á þekkta ferðamannastaði þar sem mögu­legt sé að ein­hverj­ir séu í tjaldi eða á hús­bíl­um. Þannig muni lög­regla keyra inn í Þak­gil og at­huga með allskon­ar slóða við Múla­kvísl. Seg­ir hann að at­hugað verði með ferðamenn og þeim bent á að halda á betri staði til að gista á. Tel­ur hann samt ólík­legt að fólk sé á þess­um stöðum, „en við mun­um tékka á því, vilj­um ekki að fólk sé þar í nótt. Við tök­um stöðuna al­var­lega og vilj­um hafa vaðið fyr­ir neðan okk­ur,“ seg­ir Víðir og á máltakið senni­lega sjald­an bet­ur við en þegar lík­ur eru á hlaupi.

Þak­gil er sjálft um 30 metr­um yfir hæð ár­far­vegs­ins, en veg­ur­inn þangað ligg­ur á tveim­ur stöðum þar sem hlaup gæti farið. Þá seg­ir Víðir að þar gæti einnig safn­ast gas.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert