Ráðherra ber að svara þingmönnum

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa velt því fyrir sér þegar hún fylgdist með flokksþingi Framsóknarflokksins í gær hver stefna flokksins í Evrópumálum væri. 

Hún lagði fram fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, um hver stefna Framsóknarflokksins væri færi það svo að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild Íslands að Evrópusambandinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Lilja sagði óvissutíma ríkja í Evrópusambandinu í kjölfar Brexit og skoða þyrfti möguleika Íslands. „Við þurfum að sjá hver framvinda mála er hjá ESB áður en við tökum önnur skref. Ef þjóðin hefur áhuga á aðild að ESB þarf fyrst að vera þjóðaratkvæðagreiðsla.

Birgitta var ekki ánægð með svör ráðherra og taldi hana tala í kringum málið. „Hún svarar ekki beint en ráðherra ber að svara þingmönnum í óundirbúnum fyrirspurnum,“ sagði Birgitta og ítrekaði fyrirspurn sína. 

„Mér finnst gaman að fara yfir stöðu mála,“ sagði Lilja og kvaðst vera að svara þingmanni. „Ef að þjóðin ákveður að vilja halda áfram þá er ekkert ólíklegt að menn fari yfir áðurunna vinnu. Erfiðu kaflarnir voru ekki opnaðir og þar þarf að vinna frá grunni. Menn héldu að þetta tæki miklu skemmri tíma en það gerði.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert