„Þetta skiptir okkur miklu máli“

Frá mótmælunum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli

„Þetta skiptir okkur miklu máli og að sjá þennan stuðning hefur svo sannarlega sameinað okkur,“ segir Anna Wojtynska, einn skipuleggjenda mótmæla sem fram fóru á Austurvelli í dag vegna lagafrumvarps ríkisstjórnar Póllands um nánast algjört bann við fóstureyðingum. 

Frétt mbl.is: Alþingismenn skora á pólska þingmenn

Í frumvarpinu er kveðið er á um að kon­ur geti aðeins farið í fóst­ur­eyðingu ef líf móður er í húfi. Eins að þyngja eigi refs­ing­ar ef fóst­ur­eyðing­ar­lög­in eru brot­in. Þeir sem fram­kvæmi fóst­ur­eyðing­ar eiga sam­kvæmt frum­varp­inu yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Konur í Póllandi lögðu niður störf í dag til að mót­mæla frum­varp­inu en kvenna­frí­dag­ur­inn á Íslandi árið 1975 var þeim hvatn­ing. Íslend­ing­ar sýndu Pól­verj­um sam­stöðu með mót­mæl­unum í dag.

Anna segir hundruð manns hafa komið saman á Austurvelli, og fjöldinn hafi verið meiri en hún hafi búist við. „Þarna voru bæði konur og karlar, Pólverjar og Íslendingar. Það var mjög gott að finna fyrir þessari samstöðu,“ segir hún. „Mörgum okkar líður eins og við séum ennþá hluti af pólsku samfélagi. Við verðum kannski ekki hér að eilífu svo þetta skiptir okkur miklu máli.“

Fluttar voru ræður við mótmælin þar sem lýst var yfir …
Fluttar voru ræður við mótmælin þar sem lýst var yfir stuðningi við mótmælendur í Póllandi. mbl.is/Golli

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir þingmaður Pírata skrifaði í dag opið bréf til þing­manna pólska þings­ins og hvatti þá til að draga til baka frumvarpið. Tug­ir alþing­is­manna hafa skrifað und­ir bréfið. Ásta segir í samtali við mbl.is að aðgengi að fóstureyðingum sé grundvallaratriði til að ná fram kvenréttindum í heiminum.

„Þegar fóstureyðingar eru bannaðar fara konur oft krókaleiðir sem geta leitt til dauða, frekar en að ganga með barnið. Þetta frumvarp er að ganga mjög langt og mun lengra en sambærileg bönn. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að kvenréttindum, að konur séu með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og ákveði hvort þær eignist börn eða ekki,“ segir Ásta.

Hún segir að þar sem mótmælin í Póllandi í dag séu innblásin af kvennafrídeginum 1975 hafi verið viðeigandi fyrir íslenska þingið að sýna stuðning með mótmælendum. „Við erum að sýna að við erum að fylgjast með og okkur finnst þetta ekki í lagi. Það er ekki í lagi að koma svona fram við sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.“

Hundruð lögðu leið sína á Austurvöll í dag.
Hundruð lögðu leið sína á Austurvöll í dag. mbl.is/Golli

Fóst­ur­eyðing­ar eru nú þegar nán­ast bannaðar í Póllandi en und­an­tekn­ing­arn­ar eru fáar. Aðeins er heim­ilt að fram­kvæma fóst­ur­eyðingu ef kon­ur verða þungaðar eft­ir nauðgun eða sifja­spell, sem þarf að vera skjalfest hjá sak­sókn­ara. Eins ef heilsu móður er í hættu eða ef fóstrið er mjög af­myndað. „Með þessu lagafrumvarpi verða konur neyddar til að eiga, jafnvel þó þeim hafi verið nauðgað, þó lífi þeirra sé ógnað eða þó þær gangi með fóstur sem mun deyja strax eftir fæðingu,“ segir Ásta.

Í bréf­inu eru þing­menn í Póllandi hvatt­ir til þess að standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna, kven­rétt­indi og jafn­rétti til heil­brigðisþjón­ustu, þar með talið skipu­lags á fjöl­skyldu­hög­um. Íslensku þing­menn­irn­ir lýsa í bréf­inu þung­um áhyggj­um af laga­frum­varp­inu og skora á pólska þing­menn að aft­ur­kalla það. 

„Við vilj­um minna pólska þingið á hina sam­eig­in­legu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pól­land bera til þess að út­rýma öllu mis­rétti gagn­vart kon­um,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu. Þá seg­ir þar jafn­framt að ör­ugg­ar fóst­ur­eyðing­ar séu nauðsyn­leg­ur þátt­ur í rétti kvenna til and­legs og lík­am­legs sjálf­stæðis.

Þrjá­tíu þing­menn hafa þegar skrifað und­ir bréfið og koma þeir úr öll­um flokk­um á Alþingi. Í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um seg­ir að fleiri und­ir­skrift­ir eigi mögu­lega eft­ir að bæt­ast við.

Frétt mbl.is: Öryggið tekið frá kon­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert