„Þetta skiptir okkur miklu máli“

Frá mótmælunum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli

„Þetta skipt­ir okk­ur miklu máli og að sjá þenn­an stuðning hef­ur svo sann­ar­lega sam­einað okk­ur,“ seg­ir Anna Wojtynska, einn skipu­leggj­enda mót­mæla sem fram fóru á Aust­ur­velli í dag vegna laga­frum­varps rík­is­stjórn­ar Pól­lands um nán­ast al­gjört bann við fóst­ur­eyðing­um. 

Frétt mbl.is: Alþing­is­menn skora á pólska þing­menn

Í frum­varp­inu er kveðið er á um að kon­ur geti aðeins farið í fóst­ur­eyðingu ef líf móður er í húfi. Eins að þyngja eigi refs­ing­ar ef fóst­ur­eyðing­ar­lög­in eru brot­in. Þeir sem fram­kvæmi fóst­ur­eyðing­ar eiga sam­kvæmt frum­varp­inu yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Kon­ur í Póllandi lögðu niður störf í dag til að mót­mæla frum­varp­inu en kvenna­frí­dag­ur­inn á Íslandi árið 1975 var þeim hvatn­ing. Íslend­ing­ar sýndu Pól­verj­um sam­stöðu með mót­mæl­unum í dag.

Anna seg­ir hundruð manns hafa komið sam­an á Aust­ur­velli, og fjöld­inn hafi verið meiri en hún hafi bú­ist við. „Þarna voru bæði kon­ur og karl­ar, Pól­verj­ar og Íslend­ing­ar. Það var mjög gott að finna fyr­ir þess­ari sam­stöðu,“ seg­ir hún. „Mörg­um okk­ar líður eins og við séum ennþá hluti af pólsku sam­fé­lagi. Við verðum kannski ekki hér að ei­lífu svo þetta skipt­ir okk­ur miklu máli.“

Fluttar voru ræður við mótmælin þar sem lýst var yfir …
Flutt­ar voru ræður við mót­mæl­in þar sem lýst var yfir stuðningi við mót­mæl­end­ur í Póllandi. mbl.is/​Golli

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir þingmaður Pírata skrifaði í dag opið bréf til þing­manna pólska þings­ins og hvatti þá til að draga til baka frum­varpið. Tug­ir alþing­is­manna hafa skrifað und­ir bréfið. Ásta seg­ir í sam­tali við mbl.is að aðgengi að fóst­ur­eyðing­um sé grund­vall­ar­atriði til að ná fram kven­rétt­ind­um í heim­in­um.

„Þegar fóst­ur­eyðing­ar eru bannaðar fara kon­ur oft króka­leiðir sem geta leitt til dauða, frek­ar en að ganga með barnið. Þetta frum­varp er að ganga mjög langt og mun lengra en sam­bæri­leg bönn. Þetta er grund­vall­ar­atriði þegar kem­ur að kven­rétt­ind­um, að kon­ur séu með sjálfs­ákvörðun­ar­rétt yfir eig­in lík­ama og ákveði hvort þær eign­ist börn eða ekki,“ seg­ir Ásta.

Hún seg­ir að þar sem mót­mæl­in í Póllandi í dag séu inn­blás­in af kvenna­frí­deg­in­um 1975 hafi verið viðeig­andi fyr­ir ís­lenska þingið að sýna stuðning með mót­mæl­end­um. „Við erum að sýna að við erum að fylgj­ast með og okk­ur finnst þetta ekki í lagi. Það er ekki í lagi að koma svona fram við sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna yfir eig­in lík­ama.“

Hundruð lögðu leið sína á Austurvöll í dag.
Hundruð lögðu leið sína á Aust­ur­völl í dag. mbl.is/​Golli

Fóst­ur­eyðing­ar eru nú þegar nán­ast bannaðar í Póllandi en und­an­tekn­ing­arn­ar eru fáar. Aðeins er heim­ilt að fram­kvæma fóst­ur­eyðingu ef kon­ur verða þungaðar eft­ir nauðgun eða sifja­spell, sem þarf að vera skjalfest hjá sak­sókn­ara. Eins ef heilsu móður er í hættu eða ef fóstrið er mjög af­myndað. „Með þessu laga­frum­varpi verða kon­ur neydd­ar til að eiga, jafn­vel þó þeim hafi verið nauðgað, þó lífi þeirra sé ógnað eða þó þær gangi með fóst­ur sem mun deyja strax eft­ir fæðingu,“ seg­ir Ásta.

Í bréf­inu eru þing­menn í Póllandi hvatt­ir til þess að standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna, kven­rétt­indi og jafn­rétti til heil­brigðisþjón­ustu, þar með talið skipu­lags á fjöl­skyldu­hög­um. Íslensku þing­menn­irn­ir lýsa í bréf­inu þung­um áhyggj­um af laga­frum­varp­inu og skora á pólska þing­menn að aft­ur­kalla það. 

„Við vilj­um minna pólska þingið á hina sam­eig­in­legu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pól­land bera til þess að út­rýma öllu mis­rétti gagn­vart kon­um,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu. Þá seg­ir þar jafn­framt að ör­ugg­ar fóst­ur­eyðing­ar séu nauðsyn­leg­ur þátt­ur í rétti kvenna til and­legs og lík­am­legs sjálf­stæðis.

Þrjá­tíu þing­menn hafa þegar skrifað und­ir bréfið og koma þeir úr öll­um flokk­um á Alþingi. Í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um seg­ir að fleiri und­ir­skrift­ir eigi mögu­lega eft­ir að bæt­ast við.

Frétt mbl.is: Öryggið tekið frá kon­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka