Úttekt verði gerð á stöðu fjölmiðla

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd sem geri úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi.

Frétt mbl.is: Vill bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla

Ástæðan fyrir tillögunni eru aðstæður á auglýsingamarkaði, tæknibreytingar á undanförnum árum og aukin sókn erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað.

Nefndin skal vera skipuð samkvæmt tilnefningum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi.

„Nefndin skili tillögum um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla til fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra fyrir 15. febrúar 2017,“ segir í þingsályktunartillögunni.

Frétt mbl.is: Starfshópur skoði stöðu fjölmiðla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert