Funda um framhald þingstarfa

Upphafi þingfundar hefur verið frestað um tvo tíma.
Upphafi þingfundar hefur verið frestað um tvo tíma. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forsætisráðherra hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar til að ræða þingstörfin kl. 14. Þingfundi sem átti að hefjast kl. 13:30 hefur verið frestað til kl. 15:30. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir engin mál á dagskrá þingsins sem ekki megi bíða fram yfir kosningar.

Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti síðasti þingfundur að vera á föstudag. Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði hins vegar þá að ljóst væri að það tækist ekki vegna þeirra stóru mála sem lægju enn fyrir. Þingfundur var haldinn í gær og átti að hefjast aftur kl. 13:30 í dag.

Oddný segir að forsætisráðherra hafi boðað formenn flokkanna til fundar til að ræða þingstörfin kl. 14.

„Við viljum náttúrulega ljúka þessu sem fyrst. Það er ekkert sem ekki má bíða fram yfir kosningar á þessari dagskrá,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert