Sérstök ráðherranefnd um samræmingu mála samþykkti í dag lýðheilsustefnu ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnan byggist á tillögum lýðheilsunefndar sem sem skipuð var haustið 2014. Tryggt hefur verið fjármagn vegna þeirra aðgerða sem fylgja stefnunni.
Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti 4. mars 2014 að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu, skipaða forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.
Jafnframt var skipuð lýðheilsunefnd undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra sem skyldi vinna drög að stefnu ásamt aðgerðaáætlun sem hefði það markmið að bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. Þriggja manna verkefnisstjórn vann með ráðherranefndinni og lýðheilsunefndinni.
Lýðheilsunefnd hefur nú lokið stefnumótuninni í samráði við ráðherranefnd um lýðheilsu og fleiri sem hafa átt aðkomu að þessari vinnu. Heilbrigðisráðherra tók við tillögum nefndarinnar og lét kostnaðarmeta aðgerðirnar sem þar eru lagðar til svo hrinda megi stefnunni í framkvæmd, að því er kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.
Meginmarkmið lýðheilsustefnunnar er að Íslendingar verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030. Þar undir eru sett eftirfarandi markmið um að:
Gert er ráð fyrir að framkvæmd þeirra verkefna sem lýðheilsustefnan felur í sér verði á ábyrgð hlutaðeigandi stjórnvalda og stofnana.