Þota á vegum WOW lenti utan brautar

Ljósmynd/WOW

Breiðþota í þjónustu WOW air lenti framan við þröskuld flugbrautar 32L í Köln aðfaranótt 18. september sl., að því er fram kom í The Aviation Herald 30. september sl.

Flugvélin lenti því framan við sjálfa flugbrautina. Lendingin tókst og flugvélin ók út af brautinni á síðustu afrein að akstursbraut og þaðan upp að flugstöð. Flugbrautin sem um ræðir er 1.863 metra löng og styttri en önnur flugbraut flugvallarins sem var lokuð á þessum tíma vegna viðhalds.

Flugvélin sem um ræðir er í eigu portúgalska flugfélagsins HiFly og af gerðinni Airbus A330-200, með skráningarstafina CS-TQW. Hún var tekin í notkun 1999 og er því rúmlega 17 ára gömul, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert