Stefnir samstarfi í óvissu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ríki og sveitarfélög eru sammála um að frumvarpið sé í samræmi við samkomulagið. Mér virðist sem hér sé verið að tefla fram nýjum samningskröfum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um andstöðu Kennarasamband Íslands og BSRB við frumvarp ráðherrans um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

„Frumvarpið var lesið yfir af sérfræðingum samtakanna áður en það var lagt fyrir þingið og þá komu ekki fram þessar athugasemdir. Það vekur með mér grunsemdir um að það sem sé í reynd að gerast sé að samstaðan til að ganga frá málinu sé að brotna innan heildarsamtakanna.

Sé það raunin verður frumvarpið ekki afgreitt, þá verður heldur ekkert framlag greitt inn í LSR á fjáraukalögum — það verður afturkallað, og það stefnir þá í að iðgjöldin hækki verulega um næstu áramót. Í framhaldinu er samstarf aðila á vinnumarkaði í talsverðri óvissu,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka