Uppsagnir þvert á yfirlýsingar bankans

Uppsagnirnar voru þvert á yfirlýsingar bankans, að sögn bæjarráðs Fjallabyggðar.
Uppsagnirnar voru þvert á yfirlýsingar bankans, að sögn bæjarráðs Fjallabyggðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir áhyggjum vegna uppsagna 6,4 stöðugilda í útibúum Arion banka í Fjallabyggð.

„Þessar uppsagnir eru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði,“ segir í bókun bæjarráðs.

Arion banki tilkynnti um uppsagnir 46 starfsmanna í síðustu viku. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans og 19 á öðrum starfsstöðvum.

Frétt mbl.is: Hópuppsögn hjá Arion banka

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Júlíus

Í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar kemur fram að niðurskurður stöðugilda í sveitarfélaginu sé þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og þetta sé mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.

„Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar,“ segir í bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert