Engin vitni gefið sig fram

Eng­in vitni hafa gefið sig fram vegna misþyrm­ing­ar á lambi við smöl­um sauðfjár í Öxna­dal í Eyjaf­irði helg­ina 17.-18. sept­em­ber. Mat­væla­stofn­un óskaði eft­ir vitn­um í gær en málið er í skoðun hjá stofn­un­inni.

Frétt mbl.is: Leita vitna að dýr­aníð

Líkt og fram kom í til­kynn­ingu MAST er talið að fjöldi hafi verið viðstadd­ur þegar at­vikið átti sér stað.

mbl.is sagði frá mál­inu í gær og hafði eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að þegar lamb reynd­ist of ör­magna til að kom­ast yfir hring­veg­inn skammt frá Þela­mörk, tók einn þeirra sem annaðist smöl­un­ina lambið upp, kastaði því frá sér og gekk síðan í skrokk á því; sparkaði í það og stappaði á hálsi þess.

Frétt mbl.is: Grun­ur um dýr­aníð í Hörgár­sveit

mbl.is ræddi við marga vegna máls­ins og svo virðist sem flest­ir í sveit­inni kann­ist við það en eng­inn vildi þó tjá sig und­ir nafni.

Málið var til­kynnt til héraðsdýra­lækn­is­ins á Ak­ur­eyri en var ekki komið inn á borð lög­reglu í gær. Lands­sam­tök sauðfjár­bænda segja meðferðina á lamb­inu til há­bor­inn­ar skamm­ar og hafa hvatt vitni til að gefa sig fram.

Frétt mbl.is: For­dæma allt dýr­aníð

„Vitni eru beðin um að senda Mat­væla­stofn­un lýs­ingu á at­vik­inu í gegn­um til­kynn­inga­kerfi Mat­væla­stofn­un­ar á forsíðu mast.is und­ir Senda ábend­ingu, með tölvu­pósti á net­fangið mast@mast.is eða að hafa sam­band við stofn­un­ina í síma 530-4800,“ seg­ir í til­kynn­ingu Mat­væla­stofn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka