Tengja árangurinn við Fálkana

Gísli Gíslason, ritari KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Þórður B. …
Gísli Gíslason, ritari KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Þórður B. Guðjónsson aðalræðismaður og Ragnhildur Skúladóttir stjórnarmaður með árituðu treyjurnar sem verða vinningar á hlutaveltu vestra. Ófeigur Lýðsson

Vestur­ís­lenska tíma­ritið Lög­berg Heimskringla, sem gefið er út í Winnipeg í Kan­ada, berst í bökk­um eins og fleiri fjöl­miðlar, en hef­ur nú fengið aðstoð úr óvæntri átt, landsliðsbún­inga og áritaðar treyj­ur frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands og ís­lenska karla­landsliðinu, sem til stend­ur að bjóða sem vinn­inga í hluta­veltu á næst­unni.

„Sig­ur karlaliðs Íslands á Englandi í Evr­ópu­keppn­inni í fót­bolta í sum­ar er besti ár­ang­ur Íslend­inga í íþrótt­um síðan Fálk­arn­ir frá Winnipeg urðu ólymp­íu­meist­ar­ar í ís­hokkíi 1920,“ seg­ir Peter John­son, stjórn­ar­formaður LH. „Þegar Þórður [Guðjóns­son, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg] sagði mér að hann hefði fengið áritaða bún­ing­ana að gjöf hjá Knatt­spyrnu­sam­band­inu var ég álíka æst­ur og Guðmund­ur Bene­dikts­son í lýs­ing­unni á fyrr­nefnd­um leik. Þetta er frá­bært fyr­ir LH og nú get­um við tengt ár­ang­ur­inn beint við Fálk­ana og ungu kyn­slóðina í Vest­ur­heimi.“

Landsliðið vin­sælt vestra

Und­an­far­inn rúm­an ára­tug hef­ur skrif­stofa LH verið í leigu­hús­næði í miðborg­inni en nú hef­ur bygg­ing­in verið seld og flutn­ing­ar því óumflýj­an­leg­ir. Stjórn­ar­formaður­inn seg­ir að þeir kosti um 40.000 kanadíska doll­ara, um 3,5 millj­ón­ir króna, og blaðið eigi ekki þá upp­hæð á lausu.

Þórður B. Guðjóns­son var á Íslandi á dög­un­um og notaði tæki­færið til þess að hafa sam­band við KSÍ. „Peter John­son bað mig um að at­huga hvort mögu­leiki væri að fá áritaðar treyj­ur með tom­bólu í huga, ég bar er­indið upp við Gísla Gísla­son, rit­ara KSÍ, og hann brást þegar vel við bón­inni.“

Árang­ur ís­lenska landsliðsins í úr­slita­keppni Evr­ópu­móts­ins í Frakklandi fyrr í sum­ar vakti mikla at­hygli og Þórður og Peter segja að stemmn­ing­in hafi verið ein­stak­lega skemmti­leg, þar sem þeir hafi fylgst með leikj­um Íslands í sjón­varpi í Winnipeg og á Gimli. „Þar sem fólk fylgd­ist með keppn­inni mátti víða sjá að stuðning­ur­inn var mik­ill við Ísland og þá ekki aðeins hjá fólki af ís­lensk­um ætt­um,“ seg­ir Þórður. „Íslenska liðið átti hug margra hérna fyr­ir vest­an og and­rúms­loftið var raf­magnað, þegar Ísland sigraði Eng­land,“ seg­ir Peter. „Þetta er ein magnaðasta sag­an um sig­ur Davíðs á Golí­at á okk­ar tím­um.“

Þrátt fyr­ir kostnaðinn við flutn­ing­ana í lok mánaðar­ins seg­ir Peter að hug­mynd­in sé að nýta þá til þess að vekja at­hygli á mik­il­vægi LH í ís­lenska sam­fé­lag­inu vestra. „Nú gefst okk­ur tæki­færi til þess að vekja fólk af ís­lensk­um ætt­um í Norður-Am­er­íku og aðra sem tengj­ast Íslandi til um­hugs­un­ar um upp­run­ann og mik­il­vægi þess að viðhalda menn­ing­unni frá kyn­slóð til kyn­slóðar,“ seg­ir hann. Í því sam­bandi seg­ir hann að gjöf KSÍ sé gulls ígildi og stefnt sé að því að selja miða fyr­ir 20.000 doll­ara í hluta­velt­unni. „Enn einu sinni hef­ur þetta ótrú­lega lið staðið sig frá­bær­lega, að þessu sinni með stuðningi við mik­il­væg­an hlekk ís­lensku fjöl­skyld­unn­ar í Norður-Am­er­íku, sem var hjálp­ar þurfi. Heilla­ósk­ir til þeirra allra.“

Í Winnipeg. Peter Johnson og Þórður Guðjónsson með aðra treyjuna.
Í Winnipeg. Peter John­son og Þórður Guðjóns­son með aðra treyj­una. Ljós­mynd/​Berg­dís Sig­urðardótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert